Heillar Skandinava í norrænni hönnun

Michelle Obama í danskri hönnun í Danmörku.
Michelle Obama í danskri hönnun í Danmörku. mbl.is/AFP

Michelle Obama heimsótti frændur okkar í Skandinavíu í vikunni. Obama er mikil sölumanneskja og klæddist norrænni hönnun í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hún kom fram í buxnadrögtum í öll skiptin og þótt hönnuðirnir væru ekki þeir sömu voru dragtirnar allar frekar líkar. 

Þegar fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna kynnti ævisögu sína í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn klæddist hún fallegri bleikri dragt frá danska merkinu Stine Goya. Obama var svo mætt til Stokkhólms á miðvikudaginn og klæddist hvítri dragt frá Acne Studios.

Á fimmtudaginn var hún enn og aftur mætt í hönnun heimamanns þegar hún klæddist svartri dragt frá Peter Dundas í Ósló. 

Glitrandi pallíettur voru saumaðar í allar dragtirnar þrjár þannig að þótt sniðið hafi ekki verið alveg eins og liturinn ekki heldur mátti sjá ákveðið samræmi í fatavalinu. Frú Obama bauð því ekki upp á fjölbreyttan stíl í Skandinavíu en seldi örugglega einhverjar bækur með því að klæðast hönnun heimamanna. 

Michelle Obama.
Michelle Obama. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál