Komst ein á klósett í brúðarkjólnum

Konan birti myndirnar á Facebook-síðu sinni.
Konan birti myndirnar á Facebook-síðu sinni.

Það getur reynst þrautinni þyngri að fara á klósettið í stórum og miklum kjól. Þetta vita konur sem hafa gift sig brúðarkjólum með miklu pilsi. Brúður ein dó ekki ráðalaus og útbjó einfaldan klósettbúnað sem hélt kjólnum uppi á meðan hún fór á klósettið. 

Notaði konan einfaldlega IKEA-poka til þess að koma kjólunum fyrir. Brúðurin greindi frá ráði sínu á Facebook sem The Sun greinir frá og birti meðfylgjandi myndir. Segist hún hafa klippt gat á bláan IKEA-poka daginn fyrir brúðkaupið sitt og það hafi bara tekið þrjár mínútur.

Sagðist konan hafa miklar áhyggjur af því hvernig hún ætti að fara að á klósettinu í brúðkaupskjólnum. Vildi hún ekki þurfa að fá einhvern til þess að hjálpa sér á klósettið á brúðkaupsdaginn. Hafði hún meðal annars áhyggjur af að geta ekki skeint sér vegna þess að hún var með fullt fangið af kjól eða hvað myndi gerast ef hún myndi allt í einu byrja á blæðingum. 

„Það sem mér finnst best er að þetta var næstum því frítt og gerði mér lífið auðveldara á brúðkaupsdaginn,“ skrifaði konan á Facebook. 

Konan var mjög ánægð með lausnina þegar hún deildi sögunni …
Konan var mjög ánægð með lausnina þegar hún deildi sögunni og myndunum á Facebook.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál