Bræðurnir óþekkir í fatavali

Bræðurnir Harry og Vilhjálmur eru lítið fyrir að nota bindi …
Bræðurnir Harry og Vilhjálmur eru lítið fyrir að nota bindi að óþörfu. Samsett mynd

Mikið er fjallað um hertogaynjurnar Katrínu og Meghan og fallegan fatastíl þeirra. Sjaldnar er haft orð á klæðnaði eiginmanna þeirra, prinsanna og bræðranna Vilhjálms og Harry. Þegar betur er að gáð eru prinsarnir nefnilega síður en svo gamaldags þegar kemur að fatavali. 

Sérfræðingur í hirðsiðum hafði orð á því í viðtali við Daily Mail að bræðurnir sleppa mjög oft bindi á daginn. Er það töluvert ólíkt fatastíl Karls föður þeirra sem sést afar sjaldan án þess að vera í jakkafötum og með bindi. 

Vilhjálmur setti ekki á sig bindi þegar hann fylgdi eiginkonu …
Vilhjálmur setti ekki á sig bindi þegar hann fylgdi eiginkonu og nýfæddum Lúðvík heim af fæðingardeildinni. mbl.is/AFP

Synir Karls Bretaprins er oft í jökkum sem eru ekki beint í stíl við buxurnar og með efstu tölurnar á skyrtunum þess vegna opnar. Einnig eru þeir greinilega hrifnir af pappapeysustílnum þar sem þeir eru í peysu og í skyrtu undir og sleppa bindi. 

Telur sérfræðingurinn að Bretadrottning sem heldur fast í allar hefðir sé líklega ekki mótfallinn stílnum, svo lengi sem fatnaðurinn hæfir tilefninu. Bræðurnir eru nefnilega ekki alveg hættir að ganga með bindi þar sem þeir sjást gjarnan með bindi við fín tilefni á kvöldin og í kirkjuheimsóknum. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. mbl.is/AFP
Harry er mikill peysukall.
Harry er mikill peysukall. mbl.is/AFP
Vilhjálmur er sjaldan með bindi.
Vilhjálmur er sjaldan með bindi. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál