Snákurinn sem táknar óendanleikann

Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Íslenska skartgripamerkið Orrifinn var að senda frá sér sína sjöttu skartgripalínu sem kynnt verður opinberlega á fimmtudaginn á Jakobsen Loftinu kl. 20.00. 

„Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða. Ouroboros er eitt elsta dulræna tákn heims. Nafnið er forngrískt en táknið rekur uppruna sinn til fornegypskra teikninga. Í eilífðinni eru andstæðurnar hluti af heild, ekkert hverfur heldur umbreytist, eyðing og uppbygging vega saman salt,“ segir Helga Guðrún Friðriksdóttir en hún rekur Orrifinn ásamt eiginmanni sínum, Orra Finnbogasyni. 

Helga Guðrún segir að þessi snákur sé víða. 

„Það kannast örugglega margir við hann en vita kannski síður hvað hann er hlaðinn mikilli merkingu. Við elskum þessa dulspeki og þennan táknaheim. Það fer skartgripum svo vel að hafa merkingu og vera meira en bara skraut. Okkur finnst það að bera skartgrip vera ákveðin tjáning og þá skiptir máli hvað þú vilt segja,“ segir hún. 

Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál