Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

Victoría krónprinsessa klæddist kjól sem hún fékk úr fataskáp móður …
Victoría krónprinsessa klæddist kjól sem hún fékk úr fataskáp móður sinnar. AFP

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar stal senunni í veislu á mánudaginn sem var tileinkuð Nóbelsverðlaunahöfunum í ár. Mætti prinsessan í gömlum kjól sem móðir hennar, Silvía drottning, klæddist við sama tilefni árið 1995. 

Kjóllinn er frá Ninu Ricci og naut sín vel á prinsessunni sem nú er 41 árs en móðir hennar Silvía var 51 árs þegar hún klæddist kjólnum á tíunda áratug síðustu aldar. 

Kjóla sem notaðir eru við eins fín tilefni er ekki hægt að nota oft og því tilvalið að nýta kjólana í stað þess að kaupa alltaf nýja. Þar með er ekki bara verið að spara heldur einnig send skýr skilaboð hvað varðar umhverfisvernd. Tilvonandi drottning Svíþjóðar getur að minnsta kosti ekki verið þekkt fyrir annað en að huga vel að umhverfinu og buddunni. 

Victoría geislaði í kjólnum með fallega kórónu.
Victoría geislaði í kjólnum með fallega kórónu. AFP
Silvía drottning og Sofia prinsessa voru líka mættar í veisluna.
Silvía drottning og Sofia prinsessa voru líka mættar í veisluna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál