Stalst í snyrtivörur Victoriu

David Beckham var vanur að stelast í snyrtivörur Victoriu Beckaham.
David Beckham var vanur að stelast í snyrtivörur Victoriu Beckaham. AFP

David Beckham er þekktur fyrir að hugsa vel um útlit sitt en hann viðurkennir í nýju viðtali við Into The Gloss að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Hann hafi bæði haft ákveðnar skoðanir á útliti sínu auk þess sem hann vann úti þegar hann spilaði fótbolta. 

„Ég varð að hugsa um húð mína út af því, en ég gerði það með því að stela vörum frá eiginkonu minni, af því ég vissi að hún átti það besta,“ sagði Beckham um það hvernig hann hugsaði um húð sína áður fyrr. 

Nú er Beckham með sína eigin snyrtivörulínu þar sem hann býður upp á ýmislegt sem áður fyrr var aðallega ætlað konum. Nú segir hann þessar vörur samþykktar í heimi karla. Karlmenn tala meira um vörurnar sem þeir nota, hvernig þeir hugsi um húð sína, hár og útlit.  

„Ég hafði aldrei notað andlitshreinsi, nema þegar ég notaði vörur konunnar minnar. Ég gaf mér aldrei tíma til þess að gera það. Nú á ég andlitshreinsi, maska og skrúbb.“

Beckham prófaði maska í fyrsta skipti nýlega en það var maski frá Tom Ford. Knattspyrnukappinn fyrrverandi segist hafa kunnað vel við það en hafi þó ekki alltaf tíma til þess. Hann segir þó eiginkonu sína elska að setja á sig maska á kvöldin eða þegar hún vaknar. 

Hann segir mikilvægt að fara í andlitsbað öðru hverju en þess á milli notar hann andlitshreinsi á hverjum morgni auk þess sem hann notar rakakrem, stundum skrúbb, varasalva og augnkrem. Fyrir utan morgunrútínuna notar hann rakakrem nokkrum sinnum á dag. 

David Beckham.
David Beckham. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál