Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

Jan Davidson fatahönnuður hjá Don Cano á morgun
Jan Davidson fatahönnuður hjá Don Cano á morgun Haraldur Jónasson/Hari

Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. 

Svona lítur nýjasta lína Don Cano út. Hér er það …
Svona lítur nýjasta lína Don Cano út. Hér er það goðið sjálft, Ólafur Stefánsson, sem setur sig í stellingar fyrirsætu.

Síðan þá hefur margt gerst í lífi Jan. Hann starfaði sem yfirhönnuður hjá 66°Norður og svo stofnaði hann Cintamani ásamt fleirum. Nú er hann hinsvegar kominn aftur heim og búinn að dusta rykið af fyrirtækinu sem umbylti íslenskri fatatísku á sínum tíma. Hann er þó ekki að fara að framleiða sömu föt í nýjum efnum heldur hefur hann þróast mikið sem hönnuður á þessum tíma. Hann segir að efnin sem hann er að nota í dag séu mjög tæknileg, í raun hátækniefni enda séu kröfur nútímafólks miklar. 

Þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi ákveðið að endurvekja merkið núna segir hann það vera vegna þess að honum liggi mikið á hjarta og hann hafi viljað koma þessari línu á markað núna. Um er að ræða bæði útvistarlínu og outdoor-línu eða föt fyrir heljarmenni sem búa á hjara veraldar. 

„Þessi lína er fyrir alla sem búa á þessu norðurhveli jarðar. Vörurnar eru í raun fyrir alla, gamla og unga eða allt frá 8 ára upp í 100 ára.“

Þegar Don Cano var upp á sitt besta voru krumpugallarnir vinsælir og sniðin voru víð. Anorakkar voru áberandi, víðar buxur og svo þótti mest smart að vera í stíl. Í eins jakka og buxum og ennþá er það rifjað upp þegar hjón voru í eins krumpugöllum. 

„Efnin sem við erum að vinna með í dag innihalda nýjustu tækni í efnum og hefur orðið mikið stökk fram á veginn miðað við það sem við vorum að vinna með fyrir 30 árum. Auðvitað erum við að vinna með sama DNA, annað væri bara hégómi,“ segir hann. 

Þegar Jan er spurður að því hvað hann taki með sér úr vinnu sinni sem yfirhönnuður hjá 66°Norður og fyrir Cintamani segir hann að Don Cano sé í raun móðir beggja þessara merkja. 

„Við erum fyrst og fremst að leita að því ríka DNA sem einkennir Don Cano. Þegar merki er orðið svona gamalt leitar það í meiri einfaldleika. Í dag erum við að byggja upp merki og það hefur ekkert að gera með Cintamani eða 66°Norður. Handbragð og mitt DNA er þó einkennandi í allri línunni,“ segir hann. 

Jan Davidsson eigandi og hönnuður Don Cano. Frá og með …
Jan Davidsson eigandi og hönnuður Don Cano. Frá og með deginum í dag verður fatnaður Don Cano seldur í Icewear Magasin á Laugavegi.
Það þótti ekkert meira töff en að fara með eitursvölum …
Það þótti ekkert meira töff en að fara með eitursvölum gæja út að skokka í krumpugöllum í stíl. Allavega á níunda áratugnum.
Don Cano var með alla réttu taktana á hreinu á …
Don Cano var með alla réttu taktana á hreinu á níunda áratugnum.
Svona var Don Cano í gamla daga.
Svona var Don Cano í gamla daga.
Hólmfríður Karlsdóttir í krumpugalla frá Don Cano á níunda áratugnum …
Hólmfríður Karlsdóttir í krumpugalla frá Don Cano á níunda áratugnum ásamt íslenskri karlfyrirsætu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál