Baldur hefur sjaldan verið glaðari

Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro var í essinu sínu eftir …
Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro var í essinu sínu eftir verðlaunaafhendinguna.

Um það bil 100 einstaklingar úr íslenska hárgreiðslubransanum héldu til Lundúna síðustu helgi til að taka þátt í Mainstage, árlegri hátíð label.m og Toni & Guy. Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro segir að hátíðin hafi verið óvenju glæsileg í ár. Ástæðan var sú að í desember í fyrra lést Toni Moscalo stofnandi Toni & Guy og var hans minnst með því að gera hátíðina óvenju glæsilega. 

Harpa Ómarsdóttir var valin label.m ambassador of the year sem …
Harpa Ómarsdóttir var valin label.m ambassador of the year sem þýðir að hún mun vinna á tískuvikunni í Lundúnum á næsta ári.

„Listrænir stjórnendur Toni & Guy og label.m frumsýndu nýju línurnar sínar og auglýsingaherferð merkjanna var kynnt fyrir okkur. Hátíðinni lauk svo formlega á mánudeginum með miklum hátíðarkvöldverði og verðlaunahátíð þar sem dreifingaraðilar alls staðar að úr heiminum voru samankomnir. Label.m á Íslandi fór heim með þrenn verðlaun en hárgreiðslumeistarinn Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og Blondie, og ambassador label.m á Íslandi var valin label.m Ambassdor of the Year sem þýðir að hún er nú komin með fast sæti í teymi label.m á London Fashion Week og fleiri stórum viðburðum. Harpa hlaut einnig verðlaunin Photo of the Year í The Look Competition. Kári Sverriss ljósmyndari tók myndina sem var framlag Hörpu í keppnina. Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir, stílisti var Anna Clausen og um förðun sá Sara Johansen annar eigandi Reykjavík Make-Up School,“ segir Baldur Rafn.

Hér er mynd ársins sem Harpa Ómarsdóttir fékk verðlaun fyrir.
Hér er mynd ársins sem Harpa Ómarsdóttir fékk verðlaun fyrir. Ljósmynd/Kári Sverriss

„Þetta er mikill heiður en þúsundir mynda eru sendar inn í keppnina á hverju ári. Label.m á Íslandi eða bpro hlaut svo verðlaunin Brand Communication Award fyrir kynningu á merkinu á Íslandi. Verðlaunin komu okkur öllum í opna skjöld svo bpro liðið fór með mikilli gleði og stolti út í nóttina,“ segir hann. 

Eamonn Boreham, Harpa Ómarsdóttir, Paul og Sacha Mascolo dóttir Toni …
Eamonn Boreham, Harpa Ómarsdóttir, Paul og Sacha Mascolo dóttir Toni Mascolo og Global Creative Director Toni&Guy.
Arna, Fía, Lena og Baldur Rafn.
Arna, Fía, Lena og Baldur Rafn.
Af sviðinu á Mainstage eftir sýningu Toni & Guy og …
Af sviðinu á Mainstage eftir sýningu Toni & Guy og label.m.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál