Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Nýjustu formúlur andlitshreinsa eru talsvert mildari en hér áður fyrr svo þær henta gjarnan flestum húðgerðum  þannig að þurrar húðgerðir geta notað gel- og froðuhreinsa og olíukenndar húðgerðir geta notað þéttari formúlur.

Tvöföld hreinsun hefur skilað góðum árangri hjá mörgum en þá er byrjað á því að hreinsa yfirborðsóhreinindi og/eða farða af húðinni með olíuhreinsi og því næst er notaður viðeigandi andlitshreinsir sem hreinsar upp óæskilega húðfitu og óhreinindi sem föst eru í húðholunum.

Olíuhreinsir

Olía leysir upp olíu svo ef þú notar mikinn farða er olíuhreinsir mjög góður kostur til að tryggja að þú hreinsir allan farða af. Olíuhreinsir hentar öllum húðgerðum en það er algengur misskilningur að olíukennd húð geti ekki notað slíkar formúlur. Þvert á móti getur slíkt formúla losað um stíflaðar húðholur og komið jafnvægi aftur á olíuframleiðslu húðarinnar. Prófaðu Bare Minerals Oil Obsessed Total Cleansing Oil, náttúruleg formúla sem er stútfull af nærandi innihaldsefnum og breytist í mjólkurkennda froðu þegar hún kemst í snertingu við vatn. Ef þú vilt olíuhreinsi án allra aukaefna skaltu prófa Rå Oils Clear Skin Cleanser en þetta er formúla sem samanstendur eingöngu af nærandi olíum. Þessi formúla freyðir ekki svo best er að nota heitan þvottapoka til að þurrka olíuna af húðinni.

Bare Minerals Oil Obsessed Total Cleansing Oil.
Bare Minerals Oil Obsessed Total Cleansing Oil.
Rå Oils Clear Skin Cleanser (Beautybox.is)
Rå Oils Clear Skin Cleanser (Beautybox.is)

Gelhreinsir

Gel-hreinsir djúphreinsar húðina og eru slíkar formúlur því hentugar fyrir blandaða og olíukennda húð þó nýjustu formúlurnar henti flestum húðgerðum. Prófaðu Clinique City Block Purifying Charcoal Cleansing Gel, áhugaverð formúla sem inniheldur kol og hreinsar burt óhreinindi, mengun og farða. Kol er náttúrulega djúphreinsandi efni sem dregur til sín óhreinindi úr húðholunum og þessi formúla djúphreinsar húðina án þess að raska rakastigi hennar. Hentar öllum húðgerðum.

Clinique City Block Purifying Charcoal Cleansing Gel.
Clinique City Block Purifying Charcoal Cleansing Gel.

Froðuhreinsir

Líkt og gelhreinsir er froðuhreinsir hentugur blönduðum og olíukenndum húðgerðum en er þó léttari í sér. Eins og fyrr segir eru nýjustu formúlurnar þannig hannaðar að þær henta flestum húðgerðum. Prófaðu Shiseido Clarifying Cleansing Foam en þetta er mjög áhugaverð formúla sem inniheldur örfínar hvítar púðuragnir sem fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur af yfirborði húðarinnar. Sömuleiðis inniheldur formúlan hvítan leir sem dregur í sig umframolíu á yfirborði húðarinnar. Chanel La Mousse Anti-Pollution Cleansing Cream-To-Foam er einnig áhugaverð formúla en þessi andlitshreinsir breytist úr ríkulegu kremi yfir í froðu. Formúlan hentar öllum húðgerðum og inniheldur smáþörunga og Marine Salicornia-extrakt sem verndar húðina og veitir henni raka.

Shiseido Clarifying Cleansing Foam.
Shiseido Clarifying Cleansing Foam.
Chanel La Mousse Anti-Pollution Cleansing Cream-To-Foam.
Chanel La Mousse Anti-Pollution Cleansing Cream-To-Foam.

Hreinsimjólk

Ertu með viðkvæma eða þurra húð? Hreinsimjólk er góður kostur fyrir slíkar húðgerðir því formúlurnar innihalda minna vatn og meira af nærandi innihaldsefnum. Prófaðu Shiseido Extra Rich Cleansing Milk, ný formúla sem inniheldur AMT, sérstakt hreinsiefni sem tekur burt óhreinindi án þess að raska rakastigi húðarinnar.

Shiseido Extra Rich Cleansing Milk.
Shiseido Extra Rich Cleansing Milk.

Micellar-vatn

Hreinsivatn eða svokallað Micellar-vatn er mjög vinsæl gerð af andlitshreinsi og hentar flestum húðgerðum. Micellar-vatn er blanda af vatni og mjög mildum hreinsiefnum. Mólekúl hreinsiefnanna hópa sig saman og virka eins og segull á óhreinindi á húðinni eða farða en ekki er þörf á að skola húðina með vatni eftir notkun. Prófaðu nýja BIOEFFECT Micellar Cleansing Water en formúlan inniheldur fjóra mismunandi rakagjafa og ásamt því að tóna húðina. Önnur mjög áhugaverð formúla til að prófa er Skyn Iceland Micellar Cleansing Water sem inniheldur nærandi efni á borð við aloe vera, þörunga og amínósýrur sem styrkja húðina. Micellar-vatnið frá Skyn Iceland kemur einnig í hentugum umbúðum þar sem einungis þarf að þrýsta bómullarskífu á toppinn og vökvinn kemur út.

BIOEFFECT Micellar Cleansing Water.
BIOEFFECT Micellar Cleansing Water.
Skyn Iceland Micellar Cleansing Water.
Skyn Iceland Micellar Cleansing Water.

Andlitsvatn

Sagt er að alltaf skuli nota andlitsvatn að lokinni húðhreinsun til að loka húðinni og jafna pH-gildi hennar. Tvenn ný andlitsvötn voru að koma á markað og má þar fyrst nefna Chanel Anti-Pollution Invigorating Toner en þetta er andlitsvatn sem inniheldur m.a. smáþörunga til að styrkja og auka rakastig húðarinnar. Shiseido Treatment Softener Enriched er andlitsvatn fyrir venjulega, þurra og mjög þurra húð sem inniheldur andoxunarefni og viðheldur mýkt húðarinnar í allt að 24 klukkustundir.

Chanel Anti-Pollution Invigorating Toner.
Chanel Anti-Pollution Invigorating Toner.
Shiseido Treatment Softener Enriched.
Shiseido Treatment Softener Enriched.

Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: @snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál