Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Buxurnar líta út fyrir að vera venjulegar gallabuxur.
Buxurnar líta út fyrir að vera venjulegar gallabuxur. ljósmynd/Shreddies

Það er hægt að komast hjá hljóðinu sem fylgir því að leysa vind en erfiðara er að eiga við lyktina sem fylgir. Á meðan sumir lenda í þessu einstaka sinnum getur þetta verið leiðindavandamál hjá öðrum. Vörur frá fatahönnunarfyrirtækinu Shreddies eru frábærar fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir prumpulykt og nýlega hafa gallabuxur frá merkinu vakið mikla athygli. 

Gallabuxurnar eru gerðar úr sérstöku efni sem minnkar líkurnar á því að lyktin berist út í andrúmsloftið. Á heimasíðu fyrirtækisins er bent á það að hægt sé að gulltryggja sig með því að klæðast nærbuxum sem minnka prumpulykt undir gallabuxunum. Kosta gallabuxurnar 100 pund eða um 15 þúsund krónur. 

En hvað verður um lyktina? Fötin frá fyrirtækinu koma að sjálfsögðu ekki í veg fyrir prumpulykt og en efni í vörunum dregur í sig prumpulykt. Eðli málsins samkvæmt er því mikilvægt að þvo buxurnar oft en alla jafna er fólki ekki ráðlagt að þvo gallabuxur oft. 

Fann einhver prumpulyktina?
Fann einhver prumpulyktina? ljósmynd/Shreddies
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál