0,73 prósent í „stórum stærðum“

Ashley Graham gekk tískupallinn fyrir Dolce & Gabbana þegar vor- …
Ashley Graham gekk tískupallinn fyrir Dolce & Gabbana þegar vor- og sumarlína tískuhússins var sýnd í Mílanó í september. AFP

Stærstu tískuhús heims sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019 í London, París, New York og Mílanó nú í haust. Holdafar fyrirsætanna hefur lengi verið gagnrýnt en nú hefur The Fashion Spot greint frá því að aðeins 0,73 prósent voru fyrirsætur sem geta talist í hópi fyrirsæta í svokölluðum „stærri stærðum“.

Alls voru skoðaðar 229 tískusýningar eða 7.431 fyrirsæta og í ljós kom að aðeins voru 54 fyrirsætur í „stærri stærðum“. Þó er um að ræða fjölgun í þessum flokki. Flestar þessara fyrirsæta komu fram í New York eða 49. Þrjár komu fram í Mílanó en aðeins ein í London og ein í París. Stærstu tískuborgir í Evrópu standa sig sem sagt ekki vel í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir. 

Frá tískusýningu Dolce & Gabbana í Mílanó í september.
Frá tískusýningu Dolce & Gabbana í Mílanó í september. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál