Hefnir sín á Trump með fatavali

Blússan sem Melania klæddist.
Blússan sem Melania klæddist. RICK WILKING

Í nýútkominni bók Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafa í Hvíta húsinu, segir hún að Melania Trump refsi eiginmanni sínum, Donald Trump Bandaríkjaforseta, með fatavali sínu. Newman gaf út bókina Unhinged: An Insider's Account of the Trump White House í dag, þar sem hún segir frá veru sinni í Hvíta húsinu undir stjórn Trump. Newman var rekin úr Hvíta húsinu í desember 2017.

„Á heildina litið hefur tískuuppreisn hennar þjónað ákveðnum tilgangi, ekki bara til að afvegaleiða og trufla - kænskubrögð sem eiginmaður hennar þekkir of vel. Heldur tel ég að frú Trump noti fataval til að refsa eiginmanni sínum. Hún klæddist þessum jakka til að koma höggi á Trump,“ skrifar Newman. 

Forsetafrúin gerði allt vitlaust fyrr í sumar þegar hún klæddist jakka með setningunni „Mér er alveg sama, hvað með þig?“ þegar hún heimsótti búðir fyrir börn ólöglegra innflytjenda við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Melania Trump forsetafrú í jakkanum sem vakti mikla athygli.
Melania Trump forsetafrú í jakkanum sem vakti mikla athygli. AFP

Þá vakti fataval hennar einnig athygli í október 2016, eða í miðri kosningabaráttu Trump. Þá klæddist hún blússu með slaufu, sem stundum eru kallaðar „pussy bow blouse“. Þess konar slaufur draga nafn sitt af slaufum um háls katta. Slaufurnar eiga sér langa sögu í réttindabaráttu kvenna og gerði Margareth Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, slaufuna ódauðlega. Melania klæddist blússunni stuttu eftir að myndbandsupptaka af Trump segja að það eigi að „grípa í píkuna“ á konum fór sem eldur um sinu á netmiðlum. 

Í heimsókn forsetahjónanna til Bretlands í sumar klæddist Melania gulum kjól sem þótti minna á Disney-prinsessuna Fríðu, úr Fríða og Dýrið. Þar töldu margir Melaniu gefa til kynna að Trump sé „Dýrið“.

Newman segir einnig að Melania muni skilja við Donald þegar tíma hans í Hvíta húsinu lýkur. „Melania telur niður mínúturnar þangað til hann fer úr embætti og hún getur skilið við hann,“ skrifar Newman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál