Ertu tilbúin í haustið?

Sophia Lauren, mesta kyntákn allra tíma, er hér með svokölluð …
Sophia Lauren, mesta kyntákn allra tíma, er hér með svokölluð innisólgleraugu.
Hlébarðakápa frá Victoriu Beckham.
Hlébarðakápa frá Victoriu Beckham.


Fólk tínist úr sumarfríum og lífið fer aftur að rúlla sinn vanagang eftir sælu sumarsins. Á þessu augnabliki er ekki úr vegi að ákveða hvaða eða hvernig greifi þú ætlar að vera í haust.

Kápa frá Scumacher.
Kápa frá Scumacher.
Olivia Palermo er mikill áhrifavaldur í tískunni.
Olivia Palermo er mikill áhrifavaldur í tískunni.

Við vitum að við höfum farið í gott frí ef við munum ekki aðgangsorðið inn í tölvuna og erum búin að gleyma hvaða kaffitegund er best í kaffivélinni á vinnustaðnum. Á meðan við endurræsum kerfið er ekki úr vegi að hleypa inn nýjum og ferskum straumum. Hausttískan er nefnilega alltaf mest spennandi og eins og hausttískan er í dag þá er auðvelt að falla fyrir einhverju fíniríi.

Victoria Beckham segir að við eigum að klæðast hlébarðakápum með rykfrakkasniði. Ef við tökum mið af íslensku veðurfari er margt vitlausara en að spóka sig um í loðnum rykfrakka. Þessi rykfrakki má líka vera úr rúskinni eða jafnvel köflóttur. Rykfrakkar minna alltaf töluvert á áttunda áratuginn og þegar hausttískan er skoðuð má sjá mikil áhrif frá þessu góða tískutímabili. Við rykfrakkann má alveg endilega vera í útvíðum buxum og skyrtu með áfastri slaufu. Ég geri mér grein fyrir að það er mikið átak að fara í útvítt eftir gott tímabil gulrótarbuxna. En það má gera það með mjúkum hætti eins og til dæmis að fá sér útvíðar einlitar svartar buxur meðan þetta snið er að venjast og svo má færa sig upp á skaftið í október og nóvember þegar við erum orðnar vanar. Það skiptir máli að útvíðu buxurnar séu vel sniðnar og þægilegar og svo þurfa þær að vera úr úrvalsefnum. Ferðaglöðu greifarnir gleðjast yfir endurkomu viscossins en það er algerlega krumpufrítt og má þvo í þvottavél. Það sparar heimilisbókhaldinu heilmikla peninga. Og svo eiga þessar útvíðu að vera lausar í sniðinu – ekki alveg sleiktar (sem er svo miklu klæðilegra.

Þegar þú ert komin í útvíðu buxurnar og rykfrakkann þá má toppa dressið með Sophiu Lauren-sólgleraugum eða svokölluðum „innisólgleraugum“. Slík gleraugu eru frekar stór og fyrirferðarmikil en með ljósu gleri þannig að hægt er að vera með þau allan ársins hring án þess að líta út eins og þú hafir sofnað í partí 1973 og hafir bara verið að vakna.

Svartar buxur frá Filippa K.
Svartar buxur frá Filippa K.
Chloé sólgleraugu og slaufuskyrta.
Chloé sólgleraugu og slaufuskyrta.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál