Kóróna Díönu notuð í fyrsta sinn í 21 ár

Díana prinsessa giftist Karli Bretaprins með kórónuna árið 1981.
Díana prinsessa giftist Karli Bretaprins með kórónuna árið 1981. AFP

Kjóll Meghan Markle skyggði kannski á brúðarkjól Celia McCorquodale, frænku Harry Bretaprins, í brúðkaupi hennar á dögunum en kóróna brúðarinnar vakti þó mikla athygli. McCorquodale var með sömu kórónuna og Díana prinsessa notaði í brúðkaupi sínu árið 1981. 

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/06/18/skyggdi_a_brudina_i_halfrar_milljon_krona_kjol/

Samkvæmt frétt People hefur kórónan reglulega verið til sýnis á söfnum eftir lát Díönu árið 1997 en ekki verið notuð. Kórónan hefur tilheyrt fjölskyldu Díönu síðan árið 1919 og er kölluð Spencer Tiara. Hefð er fyrir því að konur í fjölskyldu Díönu gifti sig með kórónuna og það varð úr þegar systurdóttir Díönu gifti sig þann 16. júní. 

Líkt og Katrín hertogaynja fékk Megahn Markle lánaða kórónu úr safni konungsfjölskyldunnar þegar hún giftist Harry Bretaprins í maí. Uppi voru getgátur þess efnis að hún myndi nota sömu kórónu og Díana í brúðkaupinu og heiðra þannig minningu hennar. Ef svo hefði verið hefði hún þurft að fá kórónuna lánaða enda í eigu móðurfjölskyldu Harry. 

Karl Bretaprins og Díana prinsessa giftu sig árið 1981.
Karl Bretaprins og Díana prinsessa giftu sig árið 1981. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál