Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands.

Snyrtipenni Smartlands mælir hér með þeim vörum sem þykja áhugaverðar og öðruvísi fyrir margvíslegar ástæður.

Einn besti farðinn frá Bobbi Brown


Frábærir farðar streyma inn á markaðinn en einn farði var svo góður að ég gat ekki hætt að horfa í spegilinn. Bobbi Brown Skin Long-Wear Weightless Foundation virðist slétta húðina og fylla upp í ójöfnur en samt virkaði hann svo náttúrulegur á húðinni og rakagefandi. Hægt er að byggja hann upp úr miðlungs þekju yfir í mikla þekju en alltaf helst áferðin óendanlega falleg og hann endist mjög vel á andlitinu frá morgni til kvölds.

Bobbi Brown Skin Long-Wear Weightless Foundation, 7.399 kr.
Bobbi Brown Skin Long-Wear Weightless Foundation, 7.399 kr.

Framúrstefnuleg húðvara frá ILIA Beauty

Það er ein vara sem ég er alltaf með við höndina og strýk yfir andlitið í tíma og ótíma en það er ILIA Beauty Cucumber Water Stick. Þetta er kælandi og rakagefandi formúla í stiftformi, sem er virkilega hentugt. Formúlan inniheldur kælandi agúrkuþykkni gegn þrota, rakagefandi aloe vera og síkóríurót sem vinnur gegn bólgum og styður við kollagenframleiðslu húðfrumnanna. Formúlan er alltaf svo kælandi að ég nota þetta mikið undir augun og í raun yfir allt andlitið og húðin mín hefur sjaldan verið jafnmjúk. Þess má geta að formúlan er hugsuð sem tóner á undan rakakremi eða farða en ég er alltaf með þetta stifti í veskinu og nota á þurra bletti eða yfir allt andlitið fyrir aukna rakagjöf. Þessi vara er vegan.

ILIA Beauty Cucumber Water Stick, 5.590 kr. (Nola)
ILIA Beauty Cucumber Water Stick, 5.590 kr. (Nola)

 

Frábær formúla frá Chanel

Rouge Coco Lip Blush frá Chanel er formúla sem er ólík öllum öðrum á markaðnum en hún er mjúk, rakagefandi með hálf-mattri áferð. Rouge Coco Lip Blush virkar mjög vel bæði á kinnar og varir og á heima í öllum snyrtiveskjum. Ekki skemmir fyrir að litirnir eru allir jafnfallegir og ýta undir ferskari ásýnd andlitsins.

Chanel Rouge Coco Lip Blush, 4.799 kr.
Chanel Rouge Coco Lip Blush, 4.799 kr.

Ávanabindandi ilmur frá BOSS

Nýjasti dömuilmurinn frá Boss nefnist The Scent For Her Parfum Edition og er dekkri og kraftmeiri útgáfa af upprunalega ilminum. Það sem heillaði mig við þennan ilm eru tvö hráefni í hjarta hans: osmanthus og cistus. Ég hef ekki fundið þessi hráefni í mörgum öðrum ilmvötnum og það gerir þetta ilmvatn sérstakt fyrir mér og nánast ávanabindandi. Þú verður að finna ilminn!

Boss The Scent For Her Parfum Edition, 14.599 kr. (50 …
Boss The Scent For Her Parfum Edition, 14.599 kr. (50 ml.)

Öðruvísi andlitsmaskar frá Sepai

Hið framsækna húðumhirðumerki Sepai frá Barcelona kom nýverið með tvö nýja andlitsmaska á markað. Sepai Glow Recharge er nærandi maski sem endurvekur ljóma húðarinnar og minnkar streitumerki á henni með jasmine enfleurage og Camu Camu-extrakti ásamt C-vítamíni. Sepai Moist Relief er sérlega fágaður rakamaski með hýalúrónsýru, rósum og mistilteini. Ef þú hefur ekki þegar kynnt þér Sepai-vörurnar mæli ég með heimsókn í Madison-ilmhús og þær sýna þér heim af virkum húðvörum sem sækja innblástur sinn í náttúruna. Báðir andlitsmaskarnir eru vegan.

Sepai Glow Recharge, 14.900 kr. (Madison)
Sepai Glow Recharge, 14.900 kr. (Madison)
Sepai Moist Relief, 12.500 kr. (Madison)
Sepai Moist Relief, 12.500 kr. (Madison)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál