Best klæddi maður veraldar?

Charlie Siem er ævintýralega fallegur maður með klassískan stíl.
Charlie Siem er ævintýralega fallegur maður með klassískan stíl. Pinterest.

Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. 

Charlie Siem er alltaf vel til hafður. Þessi hæfileikaríki fiðluleikari á á rætur að rekja til Noregs, en faðir hans er viðskiptamógullinn Kristian Siem en móðir hans Karen Ann er fædd í Suður-Afríku.

Siem hóf að stunda fiðlunám einungis 3 ára að aldri og hefur átt mikilli velgengni að fagna í klassíska tónlistarheiminum á undanförnum árum.

Þótt hann hafi haft áhrif á tískuna í gegnum árin, …
Þótt hann hafi haft áhrif á tískuna í gegnum árin, þá á fiðluleikur hug hans allan. Pinterest.

En hann hefur ekki látið þar við sitja. Hann hefur haft áhrif á fatahönnuði víðsvegar um heiminn sem hafa orðið fyrir áhrifum frá þessum frábæra tónlistarmanni.

Siem býr í Bretlandi og segir að það að klæða sig upp á hafi aldrei verið vandamál. Hann hefur sótt bestu tónlistaskóla landsins, þar sem strangar reglur um klæðaburð voru einungis til að auka á ánægju fiðluleikarans.

Hann kann að klæða sig uppá, hvort heldur sem er …
Hann kann að klæða sig uppá, hvort heldur sem er í jakkaföt eða léttklæddur við hafið. Pinterst.

Alinn upp í klassískri menningu

Þessi stjarna klassískrar tónlistar er öðrum til fyrirmyndar þegar kemur að framkomu, mannasiðum og klæðaburði. Hann ber mikla virðingu fyrir listgrein sinni og segir að gömlu klassísku tónlistarhöfundarnir hafi að hluta til alið hann upp.

Blár og svartur gengur upp þegar Siem setur hlutina saman.
Blár og svartur gengur upp þegar Siem setur hlutina saman. Pinterest.

Tískan ruglingsleg

Siem á marga góða vini í tískuiðnaðinum, og segir klassíska tónlist mjög svo ólíka tískunni. Þar sé meiri agi og æfingar, en þegar hann hefur verið beðinn um að koma fram fyrir tískumerki sé það vanalega gert með mjög litlum fyrirvara og því virki sá iðnaður mjög óskipulagður að hans mati. En hann hefur gaman af tískunni og fólki almennt, þó að hjarta hans búi í heimi klassíkurinnar.

Það hefur aldrei verið kvöð fyrir Siem að klæða sig …
Það hefur aldrei verið kvöð fyrir Siem að klæða sig upp á. Hann talar um hvernig tískuiðnaðurinn er mun óskipulagðari en tónlistaheimurinn sem gengur út á aga og æfingar. Pinterest.

Hann ferðast um heiminn 300 daga á ári til að halda tónleika og sýna hæfni sína á sviðinu.

Hann hefur verið andlit fyrir tískuhús á borð við Sand, Boss og Chanel. En engu að síður gerir hann það einungis til ánægju en ekki vegna þess að hann hafi áhuga á að stíga inn á þetta svið í meiri mæli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál