Eru lambhúshettur töff?

Fyrirsæta með lambhúshettu á tískusýningu Calvin Klein.
Fyrirsæta með lambhúshettu á tískusýningu Calvin Klein. AFP

Síðustu ár hafa fáir aðrir en leikskólakrakkar komist upp með að ganga með lambhúshettur. Íslensk veðrátta kallar þó oft á þetta höfuðfat og er nú svo komið að Calvin Klein hefur gefið grænt ljós á lambhúshetturnar. 

Verið er að sýna haust- og vetrartískuna 2018 í New York þessa dagana. Á tískusýningu Calvin Klein voru lambhúshettur paraðar við síðkjóla jafnt sem vinnugalla og er nokkuð ljóst að þær hæfa því hvaða tilefni sem er, hvort sem það er árshátíð eða vinna á mánudagsmorgni. 

Lambhúshetturnar voru vel flestar prjónaðar með líflegu og skemmtilegu munstri eins og sjá má á myndum frá tískusýningunni. 

Haust- og vetrarlína Calvin Klein.
Haust- og vetrarlína Calvin Klein. AFP
Þessi minnir á sjóhettu.
Þessi minnir á sjóhettu. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál