G-EAZY og H&M búa til fatalínu

Tónlistarmaðurinn G-Eazy vinnur með H&M.
Tónlistarmaðurinn G-Eazy vinnur með H&M.

G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi.

„Stíllinn minn er klárlega stór partur af mér og hvernig ég tjái mig á skapandi hátt sem listamaður. Ég er ótrúlega stoltur af línunni og ég get ekki beðið eftir að sýna öllum afraksturinn‟ segir G-Eazy.

„G-Eazy er ótrúlega töff týpa, stíllinn hans er mjög líkur þeim straumum sem við erum að sjá í herratískunni núna. Það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Við elskum hvernig hann blandar saman götutískustílnum við formleg klæðskerasnið, hversu litríkur hann er og ófeiminn við allskonar mynstur. Við hlökkum til að svipta hulunni af G-Eazy x H&M línunni,“ segir Andreas Löwenstam yfirhönnuður herrafatnaðar H&M.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál