Kate Moss notar engin leynitrix

Kate Moss er búin að vera lengi í bransanum en …
Kate Moss er búin að vera lengi í bransanum en þó bara nýbyrjuð að mæta í ræktina. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem að Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns. 

Moss fer yfir hvernig hún hugar að heilsu og útliti í nýju viðtali í The Guardian. Þar kemur í ljós að fyrirsætan er byrjuð að borða hollari mat en hún gerði. Hún segist vera góð í að elda og egg séu í uppáhaldi.

Hún segist ekki hafa þurft að hafa áhyggjur af mataræðinu þegar hún var yngri. Nú er hún hins vegar byrjuð að borða salat, eitthvað sem hún gerði ekki áður fyrr. Hún segist finna mun á húð sinni eftir því sem hún borðar hollari mat. 

Kate Moss finnur mun á húð sinni þegar hún borðar …
Kate Moss finnur mun á húð sinni þegar hún borðar hollt.

Hún segir að í dag myndi hún ekki venja sig á að sofna með farða á andlitinu þó svo það komi fyrir, eitthvað sem hefur líka áhrif á húðina. Þó svo að hún reyni eftir bestu getu að þvo af sér farða á kvöldin gerir hún ekki mikið meira. Hún segist ekki hafa tíma til þess að bera á sig krem í marga tíma. Hún þrífur bara húðina, notar serum og rakakrem. Stundum situr hún þó á sig maska fyrir framan sjónvarpið. 

Moss er ekki bara byrjuð að borða hollt en hún er líka byrjuð að mæta í ræktina, eitthvað sem hún gerði sjaldan og fannst leiðinlegt. Nú er hún komin með kort í líkamsrækt og sá strax mun á sér eftir tíu daga. 

Eins og með annað hefur Moss ekki óþarfa áhyggjur af hárinu. Hún fer í litun en notar ekki mikið af efnum í hárið. Hún elskar hins vegar að mála sig. 

Kate Moss.
Kate Moss. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál