Brjóstastækkun eftir barnsburð

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvað hvað konur þurfi að bíða lengi eftir að fara í brjóstaminnkun eða lyftingu eftir barnsburð og brjóstagjöf. 

Sæl,

Hvað er æskilegt að bíða lengi með að fara í lyftingu og/eða minnkun eftir brjóstagjöf?

„Mamman“

Sæl Mamma og takk fyrir spurninguna.

Ef að kona vill/þarf að fara í minnkun/lyftingu þá spyr ég þær alltaf hvort þær hafi lokið barneignum. Ef fleiri börn eru planlögð þá ráðlegg ég alltaf konum að reyna að klára það fyrst áður en aðgerð er framkvæmd, sérstaklega ef næsta barn er á 2 ára skipulaginu.

Annars þarft þú að vera ALVEG hætt í 4 mánuði, stundum þarf lengri tími að líða til þess að hægt sé að framkvæma aðgerðina. Ef kona er mjög „lausmjólka“ og rennur úr geirvörtunum þrátt fyrir að barnið sé hætt að sjúga mörgum mánuðum síðar þarf stundum að gefa lyf til þess að stöðva mjólkurframleiðsluna. Það getur myndast sýkingarhætta ef enn er mikil mjólkurframleiðsla og brjóstunum er lyft.

Annars alltaf best að meta þetta í hverju tilviki fyrir sig.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir Dea Medica.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

Þórdís Kjartansdóttir á skurðstofunni á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir á skurðstofunni á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál