Léttari og styttri línur áberandi í sumar

Sigrún Davíðsdóttir hárgreiðslumeistari.
Sigrún Davíðsdóttir hárgreiðslumeistari. mbl.is / Kristinn Magnússon

Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Davíðsdóttir, sem starfar á hárgreiðslustofunni Senter, er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Sigrún segir að áhrifa frá áttunda áratugnum muni gæta í hártískunni í sumar, auk þess sem gráir kaldir tónar muni víkja fyrir hlýjum pastellitum. 

Það sem einkennir hártískuna í sumar eru léttari og jafnframt styttri línur. Þegar líða tekur að sumri verður stemmningin oft þannig að fólk er til í að létta á hárinu og fá einhverja sumarstemningu í lúkkið. Bob-klippingar hafa verið mjög vinsælar í vetur og verða það áfram, en léttari og með meiri hreyfingu. Þannig er einnig auðveldara að klípa hárið upp í liði til að fá breytingu. Það verða allavega toppar í gangi, bæði stuttir og síðir. Styttri klippingar eru að verða áberandi og vottar af áhrifum áttunda áratugarins í forminu. Stuttar og sterkar línur við andlitið og jafnvel síðara að aftan. Herralínurnar verða áfram stuttar, en topparnir þyngri og jafnvel greiddir fram á ennið,“ segir Sigrún, spurð að því hvað verði vinsælt í sumar. En hvað með litina?
Það hefur verið áberandi að sjá dökka rót í stíl …
Það hefur verið áberandi að sjá dökka rót í stíl við ljósa lokka undanfarið. Ljósmynd / pinterest

„Hárlitirnir í sumar verða náttúrulegir og má segja að allt sé í gangi, eftir því sem klæðir hvern og einn. Skuggar í rótina og lýsing í endunum verða áfram. En þessir rosalegu köldu, gráu tónar fá að víkja fyrir hlýrri og mýkri pasteltónum.“

Sigrún segir að umhirða hársins breytist gjarnan yfir sumartímann, enda stundi fólk að jafnaði meiri útivist. Þá setur sólin einnig strik í reikninginn.

„Umhirða hársins yfir sumartímann verður oft aðeins öðruvísi þar sem margir eru í meiri útiveru og jafnvel sól. Þá á hárið til að þorna meira, en þá þarf að hafa í huga að verja hárið fyrir sólinni með sólarvörn og einnig gefa því meiri raka með góðri næringu,“ segir Sigrún og bætir við að leyndarmálið á bak við fallegt hár sé að klippa það reglulega og nota hárvörur sem henta hverju sinni.

„Þar sem við fagfólkið á hárgreiðslustofunni Senter notum bæði Label M og Davines hársnyrtivörur má ég til með að nefna frábæra nýja sumarlínu frá Davines. SU línan frá Davines er hugsuð fyrir hárið yfir sumartímann þegar sólin skín meira á hárið. Í línunni er milt og uppbyggjandi sjampó, sem hentar öllum tegundum hárs, hármaski sem er meðferð gegn skemmdum af völdum sólarinnar og endurnýjar mýkt og raka hársins, og svo er hármjólk sem nærir og inniheldur vörn gegn sólinni. Þessar vörur eru án parabena og súlfata. Þessi lína verður ómissandi hjá mér í sumar og mun ég mæla með henni við alla þá sem vilja hugsa vel um hárið,“ segir Sigrún í lokin.

Allskyns toppar eru að koma sterkir inn.
Allskyns toppar eru að koma sterkir inn. Ljósmynd / Pinterest
Hártískan í sumar er frjálsleg.
Hártískan í sumar er frjálsleg. Ljósmynd / Pinterest
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál