Maður með gervifót kosinn Herra England

Jack Eyers var valinn Herra England.
Jack Eyers var valinn Herra England. skjáskot/Instagram

Hinn 28 ára gamli Jack Eyers var kosinn Herra England í Birmingham um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. 

Eyers, sem hefur þar með unnið sér inn þátttökurétt til að keppa í keppninni Herra heimur, þurfti að láta fjarlægja hægri fótinn þegar hann var 16 ára vegna fæðingargalla. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eyers vekur athygli en Indy100 greinir frá því að hann hafi verið fyrsta fatlaða manneskjan til þess að ganga á tískupöllunum á tískuvikunni í New York árið 2015. 

Eyers, sem er líkamsræktarþjálfari og fyrirsæta, hefur síðastliðin fimm ár reynt að vekja athygli á fötlun í tískuiðnaðinum og reynt að vera öðrum fyrirmynd. 



Eyers lætur gervifótinn ekki stoppa sig.
Eyers lætur gervifótinn ekki stoppa sig. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál