Beislin upphaflega hugsuð fyrir djarfar týpur

Leðurbeislin ganga við allskyns klæðnað.
Leðurbeislin ganga við allskyns klæðnað. Íris Dögg Einarsdóttir

Hildur Sumarliðadóttir útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en hún býr nú í Danmörku þar sem hún starfar sem hárgreiðslukona auk þess sem hún hannar leðurbeisli og aðra fylgihluti undir merkjum Dark Mood.

„Ég útskrifaðist úr fatahönnun árið 2013. Þá var ég byrjuð að vinna með þessa hugmynd að beislunum. Svo ákvað ég að taka þetta lengra og bjó til línu og merki í kringum það,“ segir Hildur, spurð að því hver kveikjan að Dark Mood hafi verið.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég var að vinna að línu, en ég heillaðist af þessum beislum sem fylgihlut. Maður getur breytt flík algerlega með því að setja þau á sig. Svo fór ég í ákveðna rannsóknarvinnu, en upp úr henni vann ég formin.“ segir Hildur og bætir við að viðtökurnar hafi verið ákaflega góðar.

„Það er búið að ganga mjög vel Ég er að selja vörurnar mínar í GK, og á heimasíðunni minni. Fyrst hugsaði ég með mér að þetta væri fyrir djarfari týpur, en það hefur komið mér á óvart að allar týpur hafa verið að nota þetta. Þetta er bara fyrir alla, sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það var óvænt ánægja hversu margir fíla þetta.“

Hægt er að nota leðurbeislin á ýmsa vegu.
Hægt er að nota leðurbeislin á ýmsa vegu. Íris Dögg Einarsdóttir

Hildur segir að leðurbeislin gangi við allt, þau megi til dæmis nota við kjóla, skyrtur og einfaldar bómullarpeysur.

„Það er gaman að nota fylgihlutinn til að poppa upp kjóla og mjög flott að nota þetta við peysur. Ég hef séð beislið við íþróttapeysur, og það kom mjög vel út. Þannig að það er hægt að nota þetta við hvað sem er,“ bætir Hildur við. Hún hyggst í nánustu framtíð auka vöruúrvalið og bæta við fleiri fylgihlutum.

„Ég ætla að bæta fleiri týpum við línuna og byggja vörumerkið upp smátt og smátt. Það er í bígerð að bæta við öðrum vörutegundum, ég veit ekki hvað ég get gefið mikið upp, en það er í vinnslu,“ segir Hildur, ansi leyndardómsfull í fasi.

„Mig langar að bæta við fleiri vöruflokkum, og jafnvel einhverjum flíkum í framtíðinni, en Dark Mood er fyrst og fremst hugsað sem fylgihlutamerki.“ segir Hildur að endingu.

Kögur getur sett skemmtilegan svip á dressið.
Kögur getur sett skemmtilegan svip á dressið. Íris Dögg Einarsdóttir
Hildur Sumarliðadóttir, fatahönnuður á bak við merkið Dark Mood.
Hildur Sumarliðadóttir, fatahönnuður á bak við merkið Dark Mood. Ljósmynd úr einkasafni
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál