Náðu góðum myndum á Instagram í fríinu

Carlotta Khol er hrifin af bílum í töff litum.
Carlotta Khol er hrifin af bílum í töff litum. skjáskot/Instagram

„Ef það er ekki á Instagram, þá gerðist það ekki,“ segir máltækið. Fyrirsætan og Instagram-drottningin Carlotta Khol gaf Popsugar innsýn í það hvernig ætti að ná góðum Instagram-myndum úr sumarfríinu.

Khol leggur áherslu á að það krefst vinnu að taka góðar Instagram-myndir. Helmingur vinnunnar fer fram áður en myndavélin er tekin upp. Áður en hún leggur af stað í ferðalagið rannsakar hún vel fyrir hvað áfangastaðurinn sé þekktur. Eftir það þarf að finna áhugaverða staði. „Ég er alltaf með opin augun fyrir pastellitum, neonljósum, blómaveggfóðri, viðarveggjum, bílum í töff litum, blómaökrum, listinn er endalaus,“ segir Khol. En hún segist jafnframt alltaf leita að gamaldags matsölustað og gömlum módelum. 

Hér er tékklistinn frá Khol: 

1. Staðsetning

Khol vill ekki meina að það þurfi að taka myndina akkúrat við Eiffel-turninn en það þarf samt að vera áhugaverður bakgrunnur hvort sem það er litur, áferð eða mynstur. Hún leggur líka áherslu á að það sé ekki of mikið að gerast í bakgrunninum. 

2. Klæddu þig upp fyrir tilefnið

Ef þú ert á leiðinni eitthvað sem er þess virði að taka Instagram-mynd mælir Krohl með því að leggja metnað í að velja rétta dressið. Hún reynir til dæmis að klæða sig í stíl við áfangastaðinn sem hún er að fara til. Þegar hún ferðaðist um grískar eyjar klæddi hún sig til að mynda mikið í hvítt og blátt. 

3. Birtan
Það skiptir máli hvenær dags mynd er tekin. Khol segir að Það geti verið flott að taka myndir rétt fyrir sólsetur en hún segir að gullið ljósið frá sólinni virki eins og Photoshop. Það sléttir húðina þannig að birtan er tilvalin fyrir sjálfu-myndatökur. Þegar það er ekki nógu mikið ljós mælir Kohl með því að fá einn eða tvo vini til þess að kveikja á vasaljósinu í símanum sínum og leika ljósamenn. 
4. Því fleiri því betra
Kohl passar að taka margar myndir og hafa rammana mismunandi. Þá hefur hún úr fleiri myndum að velja. 
5. Ekki gleyma að laga myndina
Kohl segir það mikilvægt að laga myndir til. Hún notar ekki Instagram-forritið sjálft til að laga myndir. Hún passar sig þó á því að breyta myndinni ekki of mikið. 
Carlotta Khol klæðir sig í stíl við áfangastaðinn.
Carlotta Khol klæðir sig í stíl við áfangastaðinn. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál