Geta boðið 4,5 karata demant á betra verði

Þessi hringur er frá Jóni og Óskari.
Þessi hringur er frá Jóni og Óskari.

Í Costco fæst 4,5 karata demantshringur úr platínu. Verðið á hringnum er rétt undir 18 milljónum króna. Er það dýrt eða ódýrt fyrir slíkan dýrgrip? Ég hafði samband við Pál Sveinsson gullsmið hjá Jóni og Óskari og spurði hann út í verðið. 

Svona lítur 18 milljóna demantshringur út.
Svona lítur 18 milljóna demantshringur út.

 

„Við erum búin að athuga þetta og við getum boðið mun betra verð á algerlega sambærilegum og jafnvel stærri demant í hring og með laboratory-skírteini í fremsta flokki,“ segir Páll í samtali við Smartland. 

„Það er samt þannig í heiminum í dag að demantar yfir 2 karöt eru sjaldnast seldir beint upp úr borði, það á ekki bara við um Ísland. Yfirleitt eru svoleiðis sölur gerðar í tilboðum og þá líka hvað og hvernig á að smíða utan um.

Ég held að þetta sé sett svona fram hjá Costco því að þetta er ekki vara sem er standard til hjá gullsmiðunum og þeir eru því með mjög góða álagningu á þessu. Þetta vekur athygli,“ segir Páll. 

Páll Sveinsson gullsmiður hjá Jóni og Óskari.
Páll Sveinsson gullsmiður hjá Jóni og Óskari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál