Átti að svelta sig fyrir tískusýningu

„Of feit fyrir Louis Vuitton!“
„Of feit fyrir Louis Vuitton!“ skjáskot/Instagram

Danska fyrirsætan Ulrikke Louise Lahn Høyer, sem var bókuð í sýningu hjá Lous Vouitton í Japan í apríl, var send heim fyrir að vera ekki nógu grönn, þessu greinir hún frá á Facebook-síðu sinni. Henni var meðal annars sagt að borða ekkert og drekka bara vatn 24 klukkustundum fyrir mátun. 

Høyer fór í mátun til Parísar þar sem Louis Vuitton bókuðu hana í tískusýningu þeirra í Kyoto í Japan. Mjaðmir Høyer voru 92 sentímetrar í mátuninni í París og reyndi hún að grenna sig aðeins fyrir sýninguna þar sem hún var ekki í sínu besta sýningarformi. Áður en hún fór til Parísar var mjaðmaummálið orðið 91,5 sentímetrar og Høyer því ánægð með sig þegar hún lagði af stað í 23 klukkutíma ferðalag til Tokyo.

Off to Paris 🏃‍♀️🏃‍♀️🏃‍♀️ #nextstop

A post shared by Ulrikke Hoyer (@ulrikkehoyer) on Feb 26, 2017 at 4:37am PST

Þegar hún kom til Tokyo tók við mátun sem henni fannst ganga eðlilega, það kom henni því á óvart að hún fékk símhringingu eftir mátunina þar sem henni var sagt að hún þyrfti að fara aftur í mátun daginn eftir. Í ljós kom að ástæðan fyrir því var að hún þótti vera með þrútið andlit og bólginn maga. Henni var jafnframt ráðlagt að svelta sig fyrir morgundaginn, það er að segja ekki borða neitt og drekka bara vatn næsta sólarhringinn.

„Sama kvöld var Louis Vuitton búið að plana fínan kvöldmat og karókí fyrir allar fyrirsæturnar. Ég var heima svöng uppi í rúmi af því að ég vildi ekki sitja og borða fyrir framan þær konur sem voru búnar að segja að ég ætti ekki að borða,“ skrifaði Høyer á Facebook-síðu sína.

Ulrikke Høyer er ekki sátt við þær stærðir sem fyrirsætur …
Ulrikke Høyer er ekki sátt við þær stærðir sem fyrirsætur eiga að vera í. skjáskot/Instagram

Høyer lýsir því síðan hvernig hún vaknaði klukkan tvö um nóttina ótrúlega svöng. Klukkan hálfsjö byrjaði morgunmaturinn og hún stalst til þess að fá sér smá að borða en passaði sig að gera það áður en konan sem sá um að ráða fyrirsæturnar kom. En þegar konan kom loksins athugaði hún vandlega hvort Høyer væri að borða en á þeim tímapunkti var Høyer búin að losa sig við diskinn.

Eftir að seinni mátuninni hafði verið frestað fékk hún loks að vita að hún fengi ekki að taka þátt í sýningunni þrátt fyrir að hafa verið bókuð á hana og vera grennri en hún var þegar hún var bókuð. 

„Ég var ekki aðeins með maga, andlit mitt var þrútið og allt í einu var bakið mitt orðið vandamál.“ En hún fékk að heyra það í tölvupósti seinna að bakið hennar hafi litið illa út í kjólnum sem hún átti að koma fram í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál