Hársérfræðingur mælir með íslensku vatni

Hársérfræðingurinn mælir með því að drekka íslenskt vatn.
Hársérfræðingurinn mælir með því að drekka íslenskt vatn. mbl.is/Thinkstockphotos

Það þarf að hugsa vel um hárið eins og annað þegar kemur að útlitinu. Að fara í klippingu reglulega og nota alls konar hárvörur er hins vegar ekki alltaf að virka, það er meira sem skiptir máli. Popsugar fékk hársérfræðinginn Lars Skjoth hjá Harklinikken til að benda á hvernig fólk getur verið að eyðileggja á sér hárið án þess að vita það.

Þú greiðir hárið of harkalega

Skjoth mælir með því að fólk vandi sig þegar það greiðir á sér hárið þrátt fyrir að það sé að flýta sér. Fólk ætti að passa sig sérstaklega ef það er að greiða í gegnum blautt eða rakt hár en þá er hárið viðkvæmara og auðveldara að slíta það. Hann mælir með því að greiða lítinn hluta í einu og byrja neðst og vinna sig upp.

Líflaust hár getur orsakast af röngu mataræði.
Líflaust hár getur orsakast af röngu mataræði. mbl.is/Thinkstockphotos

Mataræðið

Ef hárið er líflaust er það hugsanlega mataræðinu að kenna. Mataræði sem inniheldur litla fitu getur gert hárið líflaust. En Skjoth mælir með að fólk borði mat sem inniheldur náttúrulega fitu. Lax, sardínur, avakadó, fræ og hnetur er eitthvað sem ætti að vera á uppi á borði hjá þeim sem vilja fá meira líf í hárið. Einnig ætti fólk að huga að prótínneyslu sinni. Hann mælir líka með íslensku vatni í viðtalinu, þannig að Íslendingar geta glaðst yfir því. 

Greiða þarf hárið varlega.
Greiða þarf hárið varlega. mbl.is/Thinstockphotos

Þú hugar ekki nógu vel að hársverðinum

Skjoth mælir ekki með með að nota þurrsjampó of mikið þar sem það geti haft slæm áhrif á hársvörðinn en þar liggja rætur hársins. Hann mælir með því að nota vatn við hárþvott og leggur mikla áherslu á að fólk nuddi hársvörðinn vel til þess að ná allri fitu, skít og efnum úr hársverðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál