Mataræðið hefur áhrif á húðina

Guðrún Líf Björnsdóttir, verslunarstjóri INGLOT Cosmetics.
Guðrún Líf Björnsdóttir, verslunarstjóri INGLOT Cosmetics. mbl.is/Árni Sæberg

Guðrún Líf Björnsdóttir, rekstrarstjóri í INGLOT Cosmetics, kann öll helstu trixin í bókinni þegar kemur að förðun. Hún segist aðallega nota vörur frá INGLOT og segir að það skipti mjög miklu máli að hugsa vel um húðina. 

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar kemur að förðun?

„Það sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli er að þér líði vel, og það sem hverjum og einum líður vel með er alls ekki hægt að alhæfa. Mér finnst mikilvægt að grunnurinn sé góður, því þá finnst mér restin af förðuninni koma miklu betur út. Fyrir mig er hreinlæti mjög stór partur af betri húð og því passa ég að hreinsa hana vel, kvölds og morgna.“

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég byrja alltaf á því að setja á mig varaolíu og leyfi henni að mýkja varirnar á meðan ég farða mig. Ég byrja svo á húðinni og nota alltaf tóner og primer áður en ég set á mig farða. Ég nota Inglot HD Perfect Coverup-meikið dags daglega, skyggi andlitið og nota síðast highlighter. Dags daglega nota ég svo maskara og brúnan sanseraðan augnskugga á augun, og gel fyrir augabrúnirnar. Maskarinn heitir Long For og er frá Inglot. Að lokum set ég á mig „nude“-varalit yfir varaolíuna, sem gefur varalitnum fallegan glans.“

Hvað er ómissandi í snyrtibuddunni?

„Varalitur nr. 263 og Beautifier Tinted Cream. Ég átti það til að smella á mig bara varalitnum og hlaupa út, en eftir að ég kynntist beautyfier-num ber ég hann á mig eins og krem, hendi svo á mig varalitnum og hleyp svo út. Beautyfier er ný vara frá Inglot sem er litað dagkrem, ótrúlega þægilegt í notkun, jafnar húðlitinn með léttri og fallegri áferð og sest ekki í fínar línur. Örugglega fleiri en ég búnir að bíða spenntir eftir húðvöru sem þessari frá Inglot!“

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?

„Þar sem ég er að vinna fyrir snyrtivörubúð eru (næstum) allar snyrtivörurnar mínar úr búðinni. En að sjálfsögðu hef ég prufað helling af mismunandi snyrtivörum og finnst einstaklega gaman að prufa nýjungar. Snyrtibuddan mín er stór og ég burðast alltaf með hana um allt, bara „til öryggis“. En það sem þú finnur í snyrtibuddunni minni akkúrat núna er: Plokkari, DUO-augnháralím, augnhár nr. 67 frá Inglot, Inglot varaolía 01, Inglot varalitur nr. 263, Inglot varablýantur nr. 63, lítið ferðaburstasett frá Chanel, Inglot Aquastic Cream Eyeshadow nr. 16, augnskuggar nr. 393 (notaður sem highlighter) og nr. 422, blöndunarbursti nr. 6SS, Professional Eyelash Curler frá Inglot, Amc Brow Liner Gel nr. 21 frá Inglot, bursti nr. 17TL, Inglot Mattifying Primer, HD Perfect Coverup Foundation nr. 77, Sparkling Dust 03, Mineral mousterizing cream frá Bláa lóninu, Inglot Beautifier Tinted Cream 105, skyggingarpalletta frá Inglot með litum nr. 503 og 504, lítið ilmvatnsglas frá Victoria´s Secret sem heitir Forever Red.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Persónulega finn ég mikinn mun á húðinni minni þegar ég vanda vel mataræði mitt. Einnig passa ég vel upp á að sofa aldrei með nokkurs konar farða á mér og nota ég Milk and Tonic Makeup Wipes frá Inglot, tóner og volgt vatn á kvöldin. Á morgnana nota ég alltaf tónerinn áður én ég set á mig farða. Tvisvar í viku nota ég svo djúphreinsi frá Nip Fab sem er rakagefandi. Fyrir allan líkamann reyni ég svo að nota þurrskrúbb úr Body Shop á hverju kvöldi og nota brúnkukrem sem hefur græðandi áhrif á húðina (Inglot AMC Face and Body Bronzer).“


Hvernig málar þú þig um augun?

„Dags daglega nota ég augnskugga nr. 422 og long for maskara! Nýja uppáhaldið er reyndar Aquastic-kremaugnskuggi nr. 16 fyrir fínni förðun og þá nota ég yfirleitt augnhár nr. 67 frá Inglot.“

Hvað setur þú á varirnar?

„Ég fæ oft þurrar varir og sérstaklega á veturna þannig að ég byrja yfirleitt á því að setja á mig varaolíu og leyfi henni að mýkja varirnar á meðan ég klára að farða andlitið. Svo á ég einn uppáhaldsvaralit og það er eiginlega eini varaliturinn sem ég nota, nr. 263 ! Ef ég vil bæta einhverju við set ég smá highlighter á efri vörina og varablýant nr. 63 til að skerpa litinn!“

Hvernig myndir þú aldrei farða þig?

„Það er stund og staður fyrir allt, en ég nota til dæmis aldrei rauða eða dökka varaliti, finnst það einfaldlega ekki fara mér.“

Hvað um augabrúnirnar, hvernig viltu hafa þær?

„Persónulega finnst mér brow-gel með náttúrulegustu áferðina. Núna er ég að nota brow-gel liner nr. 21 frá Inglot og bursta 17TL, og finnst það besta samsetningin sem ég hef prufað hingað til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál