Förðun sem kallar fram fegurðina

Arna Sigurlaug farðaði Thelmu Rut Svansdóttur. Þemað var brúðkaupsdagurinn en hún notaði vörur frá Smashbox. 

„Ég byrjaði á því að setja gott rakakrem á húðina ásamt augnkremi og notaði ég bæði Ginzing-rakakremið og augnkremið frá Origins, rakakremið gefur húðinni mikinn raka og nærir hana. Augnkremið dregur úr þrota og birtir yfir augnsvæðinu í leiðinni.

Þegar kremið var komið vel í húðina grunnaði ég hana með farðagrunni,“ segir Arna sem notaði Photo Finish Foundation Primer yfir allt andlitið nema T-svæðið, þar notaði hún Photo Finish Pore Minimizing Primer sem fyrirbyggir að húðin fari að glansa.

„Farðagrunnar gera það að verkum að farðinn verður mun fallegri á húðinni, einnig fylla þeir í húðholur án þess að stífla þær og halda förðuninni betur á yfir daginn.“

Arna grunnaði augun með 24 Hour Shadow Primer og leyfði honum að standa í 60 sekúndur áður en hún setti augnskuggann á. „Ég notaði Cover Shot Eye palette – Soft Light ásamt Eyeshadow Single í litnum Hazelnut til að dýpka skygginguna. Augun rammaði ég inn með Limitless Liquid Liner Pen í litnum Dark Brown, því næst fór ég tvær umferðir með X-Rated Mascara til að byggja upp þykkt og lengd augnháranna.“

Hún notaði Brow Tech To Go í litnum Brunette, sem er skáskorinn augabrúnablýantur og því auðveldur í ásetningu og geymir augabrúnagel á hinum endanum svo óþarfi er að hafa áhyggjur af brúnunum, þær haldast vel mótaðar allt kvöldið.

„Farðinn sem ég notaði á hana heitir Studio Skin 15 Hour Wear. Þessi farði er olíulaus og helst ótrúlega vel á yfir daginn og þurrkar ekki húðina. Ég notaði BB Under Eye Concealer undir augun, hann gefur góðan raka og birtir yfir augnsvæðinu.

Ég notaði örlítið af Halo Hydrating Powder yfir allt andlitið.“

Arna skyggði andlitið með Contour Palette, sem er algjör snilldarpalletta með þremur litum í til þess að búa til fullkomið samspil ljóss og skugga í andlitinu.

„Á kinnar notaði ég LA Lights Pallette í litnum Culver City Coral til að fá náttúrulegan lit og ljóma í kinnarnar.“

Á varir notaði hún Always Sharp Lip Liner í litnum Nude/Fair til þess að móta varirnar. „Því næst notaði ég L.A Lights Lip & Cheek Color í litnum Hollywood & Highlight yfir allar varirnar til að fá ljóma á þær og endaði á Be Legendary Lipstick í litnum Audition.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál