Fór í brjóstastækkun fyrir 27 árum

mbl.is/ThinkstockPhotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu um brjóstastækkun sem gerð var fyrir 27 árum. 

Hæ Þórdís, ég fór í brjóstastækkun fyrir 27 árum og í skoðun fyrir 15 árum. Nú held ég að ég þurfi að láta gera eitthvað en læknirinn sem gerði aðgerðina á sínum tíma er hættur. Hvernig sný ég mér í þessu?

kveðja,

Sólargeisli

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl „Sólargeisli“ og takk fyrir spurninguna.

Já, það er rétt hjá þér, þú verður að láta athuga púðana. Meðallíftími púða frá þessum tíma er 10 ár. Hér á Íslandi er boðið upp á brjóstamyndatöku hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands (LKÍ) á tveggja ára fresti eftir fertugt. Ef púðarnir eru farnir að leka þá sést það yfirleitt hjá þeim og þeir láta konur vita með stöðluðu bréfi sem er sent heim til þeirra.

Ég legg alltaf mikla áherslu á það við konur að nýta sér þessa þjónustu LKÍ. Ég hef orðið vör við það þegar ég hitti konur með mjög gamla púða að þær eru stundum smeykar við að fara í myndatöku, eru hræddar við að púðarnir fari að leka við það að fá þrýstinginn á brjóstin. Nú veit ég ekki hvort þú hefur farið reglulega í myndatöku eða ekki, en nota tækifærið til þess að koma þessu á framfæri. Það er ekki nauðsynlegt að þrýsta jafnmikið á brjóstin eftir að stafræn myndataka byrjaði hjá LKÍ og alls ekki hætta á að púðarnir byrji að leka við hana!  Stundum þarf að gera ómskoðun til þess að greina hvort púðarnir séu farnir að leka eða ekki, en nauðsynlegt er að fá beiðni frá lækni.

Við lýtalæknar sinnum öll skjólstæðingum sem hafa farið í aðgerðir hjá öðrum og þú getur óhrædd leitað til einhvers annars.

Gangi þér vel með þetta kæri sólargeisli!

Með bestu kveðjum, Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál