Elska að vera eins

Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon.
Þormóður Jónsson og Valgeir Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson

Auglýsingamennirnir Þormóður Jónsson hjá Fíton og Valgeir Magnússon hjá Pipar eru tveir best klæddu menn landsins. Á dögunum mættu þeir eins klæddir þegar Tímamótum, fylgiblaði Morgunblaðsins og New York Times, var fagnað í Landsprenti, prentsmiðju Morgunblaðsins. Jakkarnir eru frá Kormáki og Skildi og eru úr fínasta tveed-efninu. „Við félagarnir fórum saman að kaupa jakka eins og alltaf. Þormóður er farinn að leita mikið til mín með tískuráð enda vill hann vera eins og ég. Undanfarið hef ég leyft honum að koma með mér í verslunarleiðangra,“ segir Valgeir Magnússon.

Valgeir segist hafa fallið fyrir jakkanum því hann er með vönduðum og fallegum köflum og að liturinn væri framúrskarandi. Spurður hvort það megi sjá þá félagana í eins fötum í framtíðinni segir hann svo vera. „Við ætlum framvegis að kaupa föt sem endast vel, sem munu lifa út ævina. Þannig að við getum verið eins klæddir við flest tækifæri.“

Hvað dreymir ykkur um að eignast í fataskápinn? „Hann dreymir ekki um neitt, heldur vill vera eins og ég. Með vorinu verðum við í köflóttum jakkafötum með stuttbuxum sem ég er að láta sníða á okkur. Hann þarf að vísu númeri stærri en ég því hann er orðinn svolítið feitur,“ segir Valgeir.

Guðmundur Pálsson, Valgeir Magnússon og Gylfi Þór Þorsteinsson.
Guðmundur Pálsson, Valgeir Magnússon og Gylfi Þór Þorsteinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál