Instagram: Útskrift, djamm og ástarfrí

Samsett mynd

Mörgum finnst þessi fyrsti mánuður ársins telja 81 dag en ekki 31. Það er þó ýmislegt sem vekur gleði og kemur manni í gegnum dagana, vikurnar og mánuðina. Eins og til dæmis ástarfrí á Tenerife eða skíðaferð til Ítalíu. Önnur hver manneskja fór á þorrablót um helgina og fjölmennt var á helstu skemmtistöðum Reykjavíkur.  

Ekki alltaf í íþróttagallanum!

Hlaupadrottningin Mari Järsk kann sko líka að skemmta sér þótt hún sé ekki í hlaupagallanum. Mari klæddi sig upp í bleikan kjól og setti á sig augnskugga.

Brúnkukrem í janúar!

Það er allra meina bót að vera smá brúnn þegar mesta skammdegið er. Það veit söngkonan Svala Björgvinsdóttir sem passar að vera alltaf með tanið í lagi. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Eins og engill!

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir mætti á opnun Queen Miami Beach í síðustu viku. 

Speglamyndin er ekki dauð!

Fyrrverandi fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason reif sig úr að ofan og sýndi og sannaði að speglamyndin er ekki dauð. 

Mæðgur í stíl!

Móeiður Lárusdóttir birti glæsilegar myndir af sér og dóttur sinni, Matteu Móu. 

Rauðar nærbuxur!

Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt undir rapparanafni sínu Saga B, birti mynd af sér úti að borða. 

View this post on Instagram

A post shared by @sagabofficial

Meistari Sunneva!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík um helgina.

Stemning!

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Elín Erna Stefánsdóttir skellti sér út á lífið um helgina. 

Eins og á forsíðu Vogue!

Dansarinn Ástrós Traustadóttir birti fallega mynd af sér og kærasta sínum Adam Helgasyni. Þau eiga von á sínu fyrsta barni saman á næstu vikum. 

Strákurinn stækkar!

Ljósmyndarinn Saga Sig á von á sínu fyrsta barni. Það styttist í strákinn sem er á leiðinni eins og Saga sýndi vel á Instagram um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Saga Sig (@sagasig)

Gott foreldrafrí!

Tón­list­armaður­inn Sverr­ir Berg­mann og lög­fræðing­ur­inn Krist­ín Eva Geirs­dótt­ir fóru í stutt frí innanlands um helgina. Þau slökuðu vel á á hótelinu The Retreat sem er hluti af Bláa lóninu. 

Flottastur í fjallinu!

Það eru margir á skíðum um þessar mundir en það eru fáir jafnflottir til fara og lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Vilhjálmur, sem kallar orðið Ítalíu sitt annað heimili, leit út eins og súperstjarna í fjallinu. 

View this post on Instagram

A post shared by @vhv004

Ástfangin á Tene!

Nökkvi Fjal­ar Orra­son, eig­andi Swipe Media, og TikT­ok-stjarn­an Embla Wig­um skelltu sér til Tenerife á dögunum. Fer ekki á milli mála að parið er mjög ástfangið og fer sólin þeim einstaklega vel. 

Listamaður að störfum! 

Kolbrún Anna Vignisdóttir förðunarfræðingur sýndi nokkrar farðanir sem hún hefur verið að prófa á sjálfa sig. Eins og sést er þetta eins og listaverk! 

Helgarstemning! 

Thelma Guðmundsen setti sig í stellingar fyrir helgina. 

Edrú á lausu! 

Sigurþór Jónsson golfari er á bullandi lausu og brakandi edrú! 

Sjóðandi! 

Leikkonan Brynja Kúla var sjóðandi heit um helgina! 

Fleiri meistarar!

Bloggarinn og áhrifavaldurinn Sigríður Margrét Ágústsdóttir útskrifaðist líka með meistaragráðu í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Skvísa í bílakjallara!

Lára Clausen stillti sér upp í leðurfötum með Gucci-veski í bílakjallara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál