Tobba ritstjóri DV opnar Granólabarinn

Tobba Marinósdóttir mun opna Granólabarinn í mars ásamt fjölskyldu sinni.
Tobba Marinósdóttir mun opna Granólabarinn í mars ásamt fjölskyldu sinni.

Tobba Marinósdóttir ritstjóri DV mun opna veitingastað ásamt fjölskyldu sinni í mars. Um er að ræða heilsustað sem mun bjóða upp á sykurlausar kræsingar í húsnæðinu þar sem 17 sortir voru áður til húsa úti á Granda. 

Tobba og fjölskylda hennar hafa framleitt og selt sykurlaust granóla við góðan orðstír sem hefur fengist í matvöruverslunum landsins. Foreldrar Tobbu munu koma að veitingastaðnum ásamt henni og systur hennar. 

„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickers-granólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“ segir Tobba í samtali við Smartland. 

HÉR er hægt að skoða Granólabarinn betur. 

Mæðgurnar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir og Tobba Marinósdóttir hafa framleitt sykurlaust …
Mæðgurnar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir og Tobba Marinósdóttir hafa framleitt sykurlaust granóla við góðan orðstír. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál