Átti nokkra kærasta áður en hún kom út úr skápnum

Í hjartanlegu viðtali Loga Bergmanns við Siggu Beinteins ræða þau um meiriháttar feril þessarar elskuðu söngkonu en líka um lífið sjálft, áskoranir og eitt og annað sem margir vissu en vissu samt ekki endilega að þeir vissu.

Meðal annars segir Sigga Loga frá því þegar hún greindi foreldrum sínum, fyrstum manna, frá því að hún væri samkynhneigð. 

„Það var nú ekkert alveg gleði með það strax, sko. Þau voru ekkert hress með þetta, voru bara frekar svekkt. Þau bjuggust náttúrlega við að ég myndi eignast mann og börn og svona,“ segir Sigga og bendir á að foreldrar hennar séu af eldri kynslóð sem átti því ekki endilega að venjast að fá svona fréttir. 

Hún ræðir um fordómana við Loga og normið sem hún reyndi að falla inn í, án árangurs. „Þetta átti ekki við mig. Ég fann mig ekki þar.“

Þátturinn með Siggu Beinteins kemur í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 25. febrúar og er sá þriðji í nýrri þáttaröð af Með Loga, í framleiðslu Skot Productions.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál