Þetta eru rómantískustu menn Íslands

Þorgrímur Þráinsson, Bubbi Morthens og Róbert Wessman eru rómantískir menn.
Þorgrímur Þráinsson, Bubbi Morthens og Róbert Wessman eru rómantískir menn. Samsett mynd

Á konudaginn eiga konur og menn að dekra við konur sínar. Fólk sýnir ást sína á mismunandi hátt og á meðan sumum dugar að vaska upp fyrir konur sínar eru aðrir sem rækta rósir og vekja þær með blómailmi. Hér má sjá lista yfir nokkra af rómantískustu mönnum landsins. 

Róbert Wessman

For­stjóri Al­vo­gen er einstaklega rómantískur og óhræddur við að leyfa fólki að fylgjast með hversu ástfanginn hann og unnusta hans Ksenia Shak­hmanova eru. Parið er duglegt að fagna öllum viðburðum og tyllidögum og á Róbert án efa eftir að gera eitthvað gott fyrir konuna sína á konudaginn. 

Róbert Wessman og Ksenia Shak­hmanova eignuðust barn árið 2019.
Róbert Wessman og Ksenia Shak­hmanova eignuðust barn árið 2019.

Bubbi Morthens

Tónlistarmaðurinn hefur samið marga fallega texta um ástina og er þekktur fyrir að vera ástríðufullur maður. Undanfarin ár hefur hann búið í Kjósinni með eiginkonu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur þar sem hann hefur ræktað rósir og bakað brauð handa konunni sinni. Hjónin fóru svo auðvitað á sínum tíma í brúðkaupsferð til Parísar, borgar ástarinnar. 

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Kristinn Magnússon

Friðrik Dór Jónsson

Tónlistarmaðurinn kvæntist æskuástinni Lísu Hafliðadóttur í afar rómantísku brúðkaupi á Ítalíu árið 2018. Lísa veitir Friðriki mikinn innblástur en mörg lög Friðriks eru ástarlög. 

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson.
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kristján Einar Sigurbjörnsson

Tónlistarkonan Svala Björgvins hefur svifið um á bleiku skýi eftir að hún kynntist unnusta sínum. Sjómaðurinn Kristján Einar fór á skeljarnar eftir nokkurra mánaða samband í desember. Kristján Einar er óhræddur við að tjá sig um ástina og hefur lýst því yfir að Svala sé sálufélagi hans og hann muni aldrei elska aðra manneskju eins og hann elskar Svölu. Turtildúfurnar eru að sjálfsögðu með húðflúr í stíl. 

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin.
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin. Skjáskot/Instagram

Þorgrímur Þráinsson

Rithöfundurinn er þekktur fyrir að skara fram úr í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og ástin er engin undantekning. Þorgrímur er kvæntur Ragnhildi Eiríksdóttur en hann bað hennar á sínum tíma á kirkjutröppunum á Bessastöðum. Árið 2007 gaf hann út bókina Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama sem vakti mjög mikla athygli. 

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Gummi kíró

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason þykir afar rómantískur maður en hann er í sambandi með áhrifavaldinum Línu Birgittu Sigurðardóttur. Parið er geislandi saman og orðið hversdagslegt ekki til í þeirra orðabókum. Gummi er til dæmis duglegur að koma konunni sinni á óvart og virðist hafa óendanlegt hugmyndaflug þegar kemur að sniðugum uppákomum til að gleðja sambýliskonuna. 

Gummi Kíró og Lína Birgitta.
Gummi Kíró og Lína Birgitta. Ljósmynd/Aðsend

Baldur Rafn Gylfason

Hárgreiðslumaðurinn rómantíski og heildsölueigandinn er kvæntur Sigrúnu Bender flugmanni. Hann sýnir meðal annars ást sína með því að styðja konu sína og setja þarfir hennar í forgrunn. Hjónin hjálpast að í heimilisstörfum og heima hjá þeim er ekki í boði að sitja uppi í sófa og horfa á sjónvarpið á meðan hinn aðilinn sinnir heimilinu. Lykillinn að farsælu hjónabandi þeirra er gott skipulag og mikil rómantík. Baldur kann líka að njóta lífsins og nýtur Sigrún góðs af því. 

Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender ásamt dóttur sinni.
Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender ásamt dóttur sinni. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Frosti Logason

Fjölmiðlamaðurinn sýnir rómantíkina í verki. Frosti gekk í hjónaband með kokkinum Helgu Gabríelu Sigurðardóttur fyrir nokkrum vikum. Því næst lét hann húðflúra nafnið Gabríela undir viðbein sín stórum stöfum. Það er varla hægt að játa ást sína á meira afgerandi hátt en Frosti gerði. 

Frosti Logason og Helga Gabríela
Frosti Logason og Helga Gabríela mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál