Heiðdís Rós opnar sig um heimilisofbeldi

Heiðdís Rós opnar sig um heimilisofbeldi sem fyrrverandi unnusti hennar …
Heiðdís Rós opnar sig um heimilisofbeldi sem fyrrverandi unnusti hennar beitti hana. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir sem búsett er í Bandaríkjunum greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að fyrrverandi kærasti hennar hafi beitt hana alvarlegu heimilisofbeldi þegar þau voru saman.

Sambandsslit Heiðdísar vöktu mikla athygli á síðasta ári og steig fyrrverandi kærasti hennar fram í viðtali og sagði Heiðdísi vera vændiskonu og hafa beitt sig ofbeldi. Á þeim tíma var Heiðdís ekki tilbúin til að stíga fram og segja sína sögu. Nú segist hún hinsvegar vera tilbúin til að segja frá tildrögum sambandsslitanna og hvað olli því að hún flutti frá Los Angeles, hvar hún hafði verið búsett í meira en áratug, til Miami í Flórídaríki. 

„Þegar allt gerðist var allof mikil pressa á mér að segja mína sögu og ég tók þá ákvörðun að bíða með það og díla við það innra með mér og mínum nánustu. Mér fannst líka á þeim tíma það hafði varla skipt máli því það var algjörlega búið að sverta mannorð mitt og ímynd. Það voru fullt af sögu sögnum og lygum sem ég var ekki tilbúin að svara því ég var bara í andlegu áfalli og var mjög kvíðin. Ég var ekki ég sjálf. Mér leið hörmulega og ég var skít hrædd um líf mitt. Ég hætti að borða og sofa. Eg hef gengið í gegnum marga hluti í lífinu en þetta er eitt erfiðasta tímabil ég gengið í gegnum,“ segir Heiðdís Rós í viðtali við mbl.is. 

Hún segir að fyrst þegar þau kynntust hafi hún verið yfir sig hrifin. Fyrir fyrsta stefnumótið sendi hann henni skilaboð um að pakka í ferðatösku ef þau skildu smella saman. Það gerðu þau heldur betur og eyddu næstu 92 dögunum saman. 

„Þetta var ást við fyrstu sýn og vorum við lík að sumu leiti. En ég fór að sjá aðra hlið á honum og uppgötvaði aðra hlið á honum þegar lengra leið á sambandið. Ég fór að taka eftir miklum skapsveiflum. Við vorum kannski að dansa í eldhúsinu og næstu tíu mínúturnar öskraði hann á mig og rakkaði niður. Hann byrjaði ítrekað að slá til mín, bíta mig, taka um hálsinn á mér, henda mér til og frá og segja að ég sé viðbjóðsleg og talaði illa um fjölskylduna mína. Þetta var ekki bara ofbeldi gegn mér heldur hafði þetta mikil áhrif á fjölskylduna mína líka,“ segir Heiðdís.

22. október var örlagadagurinn

Heiðdís segir að hann hafi síðast lagt á hana hendur þann 22. október síðastliðinn. Hún náði að flýja frá honum og fór beint á spítalann þar sem hún var í 8 klukkutíma í rannsóknum. Hún var marin, bitin og með brákuð rifbein. „Ég endaði svo með að fá nálgunarbann á hann og flutti til Miami því ég hélt hann ætlaði að skaða mig alvarlega,“ segir Heiðdís. 

Í apríl síðastliðinn braut hann svo nálgunarbannið og hafði samband við Heiðdísi. Hún ákvað að tilkynna það ekki til lögreglu og gaf honum annað tækifæri. Þau spjölluðu saman á hverjum degi og vonaðist Heiðdís til þess að nú væri hann betri maður. 

„Hann bað mig um að koma aftur til L.A og sagði að hann vildi bara halda utan um mig og fara á stefnumót með mér. Þetta var allt saman kúgun og andlega ofbeldið byrjaði aftur og hann náði að brjóta mig niður og sagðist svo elska mig. Ég sagði honum að við gætum aldrei byrjað aftur saman því hann hefði valdið mér allt of miklum skaða og ég myndi missa allt. Ekki bara veraldlega hluti heldur líka álitið á mér sjálfri sem manneskju. Á þessum tíma áttaði ég mig á því að ég væri með tilfinningar eftir allt saman. Þetta voru hræðilegar tilfinningar og mér fannst ég ekki hafa neina virðingu fyrir sjálfri mér,“ segir Heiðdís.

Þau ákváðu í sameiningu að hann myndi skila henni aftur dótinu sem hún skildi eftir í íbúðinni þegar hún flúði ofbeldið í október. Heiðdís bókaði flutningabíl og flutningamenn en þegar þeir komu á staðinn vildi hann bara skila fötunum hennar en ekki öllum húsgögnunum. 

Í gegnum sambandið hjálpaði Heiðdís honum að koma vel fyrir, kynnti hann fyrir efnameiri vinum sínum og sagði hann vera vel stæðan líka. Raunin sé hinsvegar sú að hann hafi hætt í læknisfræði eftir að hafa fallið í nokkrum áföngum og ynni fyrir sér sem Uber-bílstjóri.

Heiðdís opnaði sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum og hefur fengið …
Heiðdís opnaði sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum og hefur fengið skilaboð frá öðru fólki sem hefur verið í sömu stöðu og hún. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Hótaði að henda sýru á hana

Heiðdís segir að hann hafi fyrst lagt hendur á hana daginn eftir afmælisdaginn hans. „Hann sagði að væri reiður út mig því ég hefði ekki gefið honum kellingar og dóp fyrir afmælið hans. En ég fór með hann til New York borgar og góður vinur minn reddaði okkur hóteli,“ segir Heiðdís. 

Daginn eftir að hann lagði fyrst hendur á hana sagðist hann vera miður sín og sagði að þau ættu að hætta saman. Heiðdís ákvað hinsvegar fyrirgefa honum. Eftir það lagði hann ekki hendur á hana í nokkurn tíma.

Þau fluttu inn saman í íbúð hjá frænda hans sem bjó í iðnaðarhúsnæði. Þar lagði hann oft hendur á hana og frændi hans heyrði ofbeldið eiga sér stað. Í þau skipti hjálpaði frændi hans henni og í dag talar hann ekki við hann. Heiðdís segir líka að mágkona hennar hafi einnig reynst henni mjög vel. 

„Við hættum saman í viku en svo töluðum við aftur saman og ákveðum að flytja saman til Beverly Hills. Þar sem byrjaði líkamlega ofbeldið fyrir alvöru og gerðist aðra hvora viku. Eina skiptið sem ég hringdi á lögreglu í enda júní. Þá réðst hann á mig eftir viðburð sem við fórum á saman á bílastæðakjallara,“ segir Heiðdís. 

Þá lét hann sig hverfa en Heiðdís lagði fram kæru gegn honum. Daginn eftir grátbað hann hana um að draga kæruna til baka, sem hún gerði. 

„Eftir það vorum við frekar góð og á því tímabili trúlofuðum við okkur. Hann lofaði að hann myndi aldrei leggja hendur á mig aftur. Sem hann stóð við í einhvern tíma þangað til kvöldið örlagaríka þegar hann og vinkona hans réðust á mig. Nágrannarnir hringdu á lögregluna og ég hljóp út úr húsinu og fór aldrei til baka,“ segir Heiðdís.

Flutningarnir höfðu góð áhrif

Heiðdís leitaði til orkuheilara eftir sambandsslitin sem hjálpaði henni að vinna í kvíðanum og hræðslunni sem hún upplifði eftir allt ofbeldið og eftir það treysti hún sér til að tala við lögregluna.  

„Ég hef verið að hugleiða mikið og hef talað við góða vini og skrifað tilfinningarnar mínar niður og sett þau í ljóð. En ég held þegar ég ákvað að fara frá Los Angeles til Miami hafi hjálpað mér mikið að komast í annað umhverfi og skapa betri minningar meðan ég var á mínum versta tíma. Ég hef lent í öðrum áföllum í lífinu svo það er aðeins auðveldara fyrir mig að takast á við hlutina, en markmiði er að finna mér góðan sálfræðing sem mér þykir gott að tala við.“

Heiðdís hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum eftir að hún sagði sögu sína og segir það hafa gefið henni mikið. „Ég hef líka fengið margar sögur frá öðrum fórnarlömbum í svipuðum aðstæðum sem hafa sagt mér sína reynslu. Það er ástæðan af hverju mig langar að nota samfélagsmiðlana mína til að hjálpa öðrum til að verða jafn sterk og ég var þann 22. október.“

Hún segist oft vera spurð að því af hverju hún fór ekki frá honum fyrr. „Ofbeldissambönd eru oft mjög erfið sambönd. Ég vil ekki hugsa um af hverju fór ég ekki fyrr heldur vil ég hugsa um að ég er frjáls og ég veit núna að ég get tekist á við alla erfiðleika sem verða á minni lífsleið,“ segir Heiðdís að lokum. 

Heiðdís segir að flutningurinn frá Los Angeles til Miami hafi …
Heiðdís segir að flutningurinn frá Los Angeles til Miami hafi breytt miklu fyrir hana. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál