„Hann reyndi nokkrum sinnum að kyrkja mig“

Björn Steinbekk er viðmælandi Sölva Tryggvasonar í nýjasta þættinum af hlaðvarpi Sölva. Þar ræða þeir meðal annars um EM-miðamálið fræga, tónleikahaldið, djammið og ofbeldið sem Björn varð fyrir sem barn.

Stjúpfaðir hans lamdi hann ítrekað og reyndi að kyrkja hann sem barn, þannig að Björn fór margoft í skólann blár og marinn. Í viðtalinu við Sölva segist hann ekki hafa þorað að bjóða vinum sínum heim og hann hafi aldrei getað haldið upp á afmæli sitt svo dæmi séu tekin.

„Hann byrjar að lemja í sófann minn á nóttunni með hækjunni sinni og segja að hann ætli að drepa mig í nótt og hann reyndi nokkrum sinnum að kyrkja mig, þannig að ég mætti í skólann allur blár og marinn,“ segir Björn, sem á enn erfitt með að tala um þetta tímabil í lífi sínu.

Í viðtalinu spjalla þeir Sölvi og Björn líka um skrautleg tímabil í lífi Björns, eins og þegar hann hélt 16 ára afmælið sitt á Rósenberg og Sykurmolarnir voru á svæðinu, djammið, dópneysluna og margt fleira.

Viðtal Sölva við Björn má sjá hér fyrir neðan.

 Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál