Sigríður og Borgar Þór gengu í hjónaband

Sigríður Mogensen og Borgar Þór Einarsson.
Sigríður Mogensen og Borgar Þór Einarsson. mbl.is/Stella Andrea

Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, gengu í hjónaband um helgina. 

Athöfnin sjálf fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík og var veislan haldin í Iðnó. Mikið stuð var í veislunni en utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, var veislustjóri. 

Geir Haarde, sendiherra Íslands í Washington, hélt ræðu en hann er stjúpfaðir Borgars Þórs og eiginmaður Ingu Jónu Þórðardóttur móður Borgars Þórs. Geir sló á létta strengi í ræðunni og gantaðist með það að vonandi væri enginn að taka ræðuna hans upp. 

Borgar Þór Einarsson og Sigríður Mogensen eru hér á leið …
Borgar Þór Einarsson og Sigríður Mogensen eru hér á leið í brúðkaup Jóns Jónssonar. mbl.is/Stella Andrea
Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir.
Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál