Ástin sigrar alltaf allt

Eugenie prinsessa af York ásamt föður sínum, Andrési prins.
Eugenie prinsessa af York ásamt föður sínum, Andrési prins. mbl.is/AFP

Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband.

Í vor gekk Harry prins að eiga unnustu sína Meghan Markle og á síðasta föstudag gekk Eugenie prinsessa að eiga kærasta sinn, Jack Brooksbank, í Windsor-kastala. Eugenie er dóttir Andrésar prins, sem er bróðir Karls, krónprins Bretlands. Móðir Eugenie er Sara Ferguson. Þau voru mikið í fréttum þegar þau voru saman og ekki minnkaði áhugi almennings á hjónunum þegar þau ákváðu að skilja árið 1996.

Foreldrar brúðarinnar, Andrés prins og Sara Ferguson sátu saman.
Foreldrar brúðarinnar, Andrés prins og Sara Ferguson sátu saman. mbl.is/AFP

Nú virðast þau Sara Ferguson og Andrés prins hins vegar vera búin að grafa stríðsöxina og svo kærleiksrík voru þau hvort við annað í brúðkaupi dóttur sinnar að það komst í fréttir. Breska pressan spurði hvort þau væru ennþá ástfangin hvort af öðru. Við ætlum ekki að svara því hér en einhver sagði að lengi lifði í gömlum glæðum.

Eugenie prinsessa hefur verið í sviðsljósinu frá fæðingu og hefur pressan fylgst með hverju fótspori hennar. Fyrir brúðkaupið tók hún sig taki og undirbjó sig á svipaðan hátt og Harry frændi hennar gerði fyrir sitt brúðkaup. Hún fór til Gabrielu Peacock sem er þekktur næringarfræðingur í Bretlandi. Hún gerði prógramm fyrir prinsessuna til þess að halda blóðsykrinum jöfnum en auk þess mætti hún á klukkutíma æfingu daglega.

Á brúðkaupsdaginn klæddist Eugenie prinsessa brúðarkjól úr smiðju Peter Pi-lotto og Christoph-er De Vos. Kjóllinn var einstaklega vel sniðinn og klæðilegur en það sem vakti athygli var að hann var opinn í bakið þannig að stórt ör prinsessunnar sást. Prinsessan vildi hafa kjólinn opinn í bakið til að sýna ör sem hún fékk eftir skurðaðgerð sem hún undirgekkst þegar hún var tólf ára vegna mikillar hryggskekkju. Kjóllinn sem er fílabeinshvítur er klassískur í sniðinu en það vakti athygli að prinsessan var ekki með slör heldur einungis kórónu sem skreytt var eðalsteinum. Kórónuna fékk hún lánaða hjá ömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu.

Um kvöldið klæddist prinsessan öðrum kjól, ljósbleikum frá Zac Posen, sem er bandarískur hönnuður.

Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn sinn.
Jack Brooksbank og Eugenie prinsessa á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/AFP
Hjónin ásamt fjölskyldu sinni.
Hjónin ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/AFP
Sara Ferguson móðir brúðarinnar.
Sara Ferguson móðir brúðarinnar. mbl.is/AFP
Liv Tyler og Dave Gardner.
Liv Tyler og Dave Gardner. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Sara Ferguson var með hala aftan á kjólnum.
Sara Ferguson var með hala aftan á kjólnum. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Brúðurin sýndi örið en hún fór í aðgerð þegar hún …
Brúðurin sýndi örið en hún fór í aðgerð þegar hún var 12 ára vegna hryggskekkju. mbl.is/AFP
Cara Delevingne var á meðal gesta.
Cara Delevingne var á meðal gesta. mbl.is/AFP
Sara Ferguson og Beatrice prinsessa af York.
Sara Ferguson og Beatrice prinsessa af York. mbl.is/AFP
Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan.
Vilhjálmur og Katrín og Harry og Meghan. mbl.is/AFP
Prinsessan skipti um föt og var í þessum kjól frá …
Prinsessan skipti um föt og var í þessum kjól frá Zac Posen um kvöldið.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál