Linda Pé tekur við Miss World á Íslandi

30 ár eru síðan Linda var krýnd Ungfrú heimur en nú hefur hún tekið að sér að sjá um keppnina hér heima. Búið er að velja fulltrúa Íslands í keppninni en hún heitir Erla Alexandra Ólafsdóttir. 

Fyrsta verk Lindu var að velja verðugan fulltrúa Íslands til þess að taka þátt í keppninni í ár en keppnin verður haldin í Kína þann 9. desember. 

„Erla Alexandra hefur einu sinni áður tekið þátt í fegurðarsamkeppni en hún á ekki langt að sækja fegurðina því hún er dóttir Guðrúnar Möller fyrrverandi fegurðardrottningar. Erla Alexandra er 24 ára og stundar nám við lögfræði í HR og hefur meðal annars unnið við sjálfboðastörf með börnum í Afríku,“ segir Linda.

Hún segir að þær tvær séu í mikilli undirbúningsvinnu þessa dagana. 

„Heiðar Jónsson snyrtir veitir einnig Erlu Alexöndru ómetanleg ráð. Aðaláhersla starfsemi Miss World hefur verið góðgerðarstörf og hafa samtökin „Beauty with a purpose“ sem Julia Morley eigandi Miss World stofnaði árið 1972, safnað yfir 1 milljarði sterlingspunda og styrkt bágstödd börn um allan heim,“ segir Linda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál