Hannaði Bleiku slaufuna úr gulli

Páll Sveinsson gullsmiður hannaði Bleiku slaufuna í ár.
Páll Sveinsson gullsmiður hannaði Bleiku slaufuna í ár.

Yfirgullsmiður Jóns & Óskars, Páll Sveinsson, sigraði í hönnunarsamkeppni Félags íslenskra gullsmiða um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. Til að styrja Krabbameinsfélagið enn frekar kom Páll með þá hugmynd að hanna gullslaufu eða gullútgáfu af Bleiku slaufunni og verður sú slaufa boðin upp á Facebook-síðu Bleiku slaufunnar. Uppboðið fer fram 10.-12. október en Bleika slaufan í gulli er til sýnis í verslun Jóns & Óskars á Laugavegi 61. Um er að ræða fyrstu Bleiku slaufuna í gulli.  

Til að vekja athygli á gullútgáfu Bleiku slaufunnar, sem einungis er gerð í einu eintaki, verður haldið Bleikt boð í verslun Jóns & Óskars, Laugavegi 61, miðvikudaginn 10. október frá kl. 17 til 19 – bæði til að fólk geti skoðað slaufuna og uppboðið geti hafist. 

Boðið verður ákaflega glæsilegt en þar mun Jónsi í Svörtum fötum, Jón Jósep Snæbjörnsson, syngja fyrir gesti, Mosfellsbakarí býður upp á dýrindisveitingar og Ölgerðin býður upp á drykki og fá fyrstu 50 sem kaupa Bleiku slaufuna í silfri gjafapoka frá Essie.

Svona er Bleika slaufan í gulli. Fyrsta boð í þetta …
Svona er Bleika slaufan í gulli. Fyrsta boð í þetta hálsmen er 70.000 kr.
Svona lítur Bleika slaufan út í silfri.
Svona lítur Bleika slaufan út í silfri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál