Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

Will.I.Am léttist um 9 kíló með því að bæta svefninn …
Will.I.Am léttist um 9 kíló með því að bæta svefninn og skipta yfir í plöntufæði. AFP

Black Eyed Peas-stjarnan Will.I.Am, eða William Adams, missti rúmlega 9 kíló með því að bæta svefninn og skipta yfir í plöntufæði. Þessu greindi tónlistarmaðurinn frá í viðtali við Arianna Huffington, sem heldur úti hlaðvarpinu The Thrive Global Podcast.

Will.I.Am var orðinn 95 kíló í fyrra og hafði bætt töluvert mikilli þyngd á sig yfir árin. Hann var ekki við góða heilsu, var með háan blóðþrýsting, bakflæði og stöðugt kvefaður. Á þeim tíma svaf hann í um tvo tíma á hverri nóttu. 

„Ég fór að sofa um klukkan 5 á morgnana. Ég rökræddi við fólk og sagði „ég þarf bara svona tveggja tíma svefn á hverjum sólarhring,“ sagði Will.I.Am í viðtalinu. Svefnleysið gerði það að verkum að hann borðaði töluvert meira en hann þurfti og sótti í mikið unna matvöru.

Eftir að hann bætti svefninn hurfu einkennin sem hann hafði fundið fyrir. Hann ákvað einnig að skipta yfir í plöntufæði og mælir með því fyrir hvern sem vill bæta heilsuna. Hann tók kjöt, sykur og mikið unna matvöru út úr mataræði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál