Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

Arna Ýr Jónsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í …
Arna Ýr Jónsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár. aðsent

Arna Ýr Jóns­dótt­ir er 22 ára feg­urðardrottn­ing sem vann Ung­frú Ísland árið 2015. Síðan þá hef­ur hún tekið þátt í alls kyns feg­urðarsam­keppn­um um all­an heim eins og Miss World í Kína, Miss EM í Þýskalandi og að lok­um Miss Grand In­ternati­onal þar sem að hún hætti í keppn­inni eft­ir að hafa verið kölluð of feit af eig­anda keppn­inn­ar.

Eft­ir Miss Grand In­ternati­onal tók Arna sér smá pásu frá feg­urðarsam­keppn­um en nú hef­ur hún ákveðið að taka þátt í Miss Uni­verse Ice­land sem verður hald­in í Gamla bíói 25. sept­em­ber.

Arna Ýr Jónsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.
Arna Ýr Jónsdóttir var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hætt­ir þegar þetta er ekki leng­ur skemmti­legt

„Ég er búin að fá ágæta pásu síðan í Las Vegas og ég finn bara að mig lang­ar að upp­lifa þetta einu sinni enn, sem ég fékk ekki að gera þar,“ seg­ir Arna þegar hún er spurð að því af hverju hún hafi ákveðið að taka aft­ur þátt í feg­urðarsam­keppni eft­ir allt sem hún gekk í gegn­um eft­ir Miss Grand In­ternati­onal.

„Ég hef alltaf lofað sjálfri mér því að um leið að þetta er ekki skemmti­legt leng­ur þá hætti ég,“ sagði Arna og bætti við að það hafi verið ástæðan fyr­ir því að hún hætti í Miss Grand In­ternati­onal.

Reynsl­an var erfið

Arna viður­kenn­ir að þessi reynsla hafi verið henni mjög erfið í fyrstu. „Ég fór að æfa svaka­lega mikið því þessi orð lágu smá á mér og ég hafði þau alltaf á bak við eyrað,“ sagði Arna en hún segist hafa síðan lært að hlæja að þessu atviki í janúar, tveim mánuðum eftir keppnina.

„Ég hef ekk­ert talað um þetta því mér fannst asna­legt að líða svona og ég vissi að þetta var ekk­ert satt,“ seg­ir Arna. „En þetta tók smá á fyrst.“ Arna tek­ur það svo fram að at­huga­semd­ir um holdafar henn­ar höfðu áhrif á hana því hún hélt að hún væri ekki nógu góð fyr­ir feg­urðarsam­keppn­ir en þær höfðu ekki áhrif á henn­ar dag­lega líf.

En nú finnst Örnu hún vera til­bú­in að taka aft­ur þátt í feg­urðarsam­keppni og ætlar að nota alla reynslu fyrri keppna til þess að gera sitt besta í Miss Universe Iceland enda myndi svona atvik aldrei gerast þar segir hún.

skjáskot/Instagram

Mun­ur á Ung­frú Ísland og Miss Uni­verse gíf­ur­leg­ur

Arna seg­ir mun­inn á milli Ung­frú Ísland og Miss Uni­verse vera gíf­ur­leg­an. „Sú sem vinn­ur Miss World er ljúf, blíð og jarðbund­in, en Miss Uni­verse er með sterka sviðsframkomu, eldklár og flott fyrirsæta,“ seg­ir Arna og bæt­ir við að Ung­frú Ísland sé ekki með sund­fa­ta­keppni eins og Miss Uni­verse.

„Ég er ótrú­lega glöð að ég tók fyrst þátt í Ung­frú Ísland því það var góður und­ir­bún­ing­ur fyr­ir þetta,“ seg­ir Arna og bæt­ir við að það sér per­sónu­bundið hvor keppn­in henti bet­ur.

„Í Miss Uni­verse er rosa­lega mik­ill kost­ur fyr­ir mig að það sé bik­iní atriði því bik­inífram­koma er sterk hlið hjá mér því ég hef fengið sjálfs­traust í gegn­um tvö árin með því að ganga upp á svið í bik­iní og vera bara flott á því,“ seg­ir Arna. „En fyr­ir aðrar stelp­ur er þetta kannski al­gjör ókost­ur því við erum öll ólík og höfum mismunandi kosti og galla.“

Finnst skemmti­legra í er­lend­um feg­urðarsam­keppn­um

Arna seg­ir ís­lensk­ar feg­urðarsam­keppn­ir vera með eins góðar og þær geta þegar hún ber þær sam­an við er­lend­ar keppn­ir. „Þetta er rosa­lega vel gert hérna heima. Feg­urðarsam­keppn­ir úti eru mun ýktari.“  

Hún bæt­ir því við að henni finn­ist samt sem áður skemmti­legra að keppa í er­lend­um keppn­um því að það sé mun já­kvæðara um­tal og meiri hvatn­ing þar. „Það er leiðin­legt hvað all­ir eru að dæma og mikið af leiðin­legri umræðu hérna heima. Auðvitað fer það samt bara inn um eitt eyrað og út  um hitt,“ seg­ir Arna en nei­kvæð um­fjöll­un fer ekki fyr­ir brjóstið á Örnu en hún segist vera að taka þátt fyr­ir sig og eng­an ann­an og hún pæli ekk­ert í hvað öðrum finnst.

Finn­ur fyr­ir pressu

Arna viður­kenn­ir að finna fyr­ir smá pressu að gera vel í keppn­inni en þó svo að margir af kepp­end­um Miss Uni­verse hafi tekið þátt áður þá er Arna sú eina sem hef­ur unnið feg­urðarsam­keppni og er því reynd­asti kepp­and­inn. „Ég finn fyr­ir pressu sér­stak­lega frá feg­urðarsam­keppn­is­heim­in­um er­lend­is því ég er rosa­lega þekkt þar,“ seg­ir Arna en bæt­ir við að það trufli hana ekk­ert. „Pressa er góð fyr­ir mig, ég var nátt­úru­lega í landsliðinu í frjáls­um mjög lengi og er vön pressu.“

skjáskot/Instagram

Síðasta árið sem hún tekur þátt

„Að vissu leyti horf­ir maður á þetta sem vinnu,“ seg­ir Arna þegar hún er spurð hvað hún fái úr því að taka þátt í feg­urðarsam­keppn­um. „Þegar ég vann Miss EM-keppn­ina þá voru sig­ur­laun í boði, svo fór ég út og vann fyr­ir þau og fékk miklu meira borgað en hérna heima,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þetta sé mikið æv­in­týri, svaka­leg lífs­reynsla og tæki­fær­in enda­laus.

Arna seg­ir þetta samt vera síðasta árið sem að hún tek­ur þátt í feg­urðarsam­keppni þar sem hana langi að fara í há­skóla og ger­ast ljós­móðir. „Ég ætla bara að njóta í sein­asta skiptið, fara síðan bara í há­skóla, eign­ast fjöl­skyldu, gift­ast og lifa lífinu.“

skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál