Vinsælustu snapparar landsins

Aron Már, Brynjar, Sonja og Tanja eru ein af vinsælustu …
Aron Már, Brynjar, Sonja og Tanja eru ein af vinsælustu snöppurum landsins. samsett

Vinsældir samfélagsmiðilsins Snapchat hafa færst mikið í aukana síðustu árin og hafa margir einstaklingar hérlendis tekið upp á því að opna Snapchat-aðgang sinn fyrir almenningi og leyfa hverjum sem er að fylgjast með sínu daglega lífi. Þessir einstaklingar eru kallaðir „snapparar“ og eiga sér sumir tugþúsundi fylgjenda.

Hér er listi yfir nokkra af vinsælustu „snöppurum“ Íslands.

Aronmola

Aron Már Ólafsson er einn af fyrstu snöppurum sem varð vinsæll hérlendis. Hann notar samfélagsmiðilinn til að sýna frá sínu daglega lífi þar sem hann er ýmist að stríða unnustu sinni Hildi Skúladóttur eða leika skemmtilega karaktera eins og Vegan Vigni. Húmorinn er allsráðandi í snöppum Arons og á hann marga aðdáendur um allt land.

skjáskot/Instagram

Beautybytanja

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, Ungfrú Ísland árið 2013, heldur uppi skemmtilegum Snapchat-aðgangi þar sem hún sýnir frá sýnu daglega lífi sem förðunarfræðingur, bloggari og stofnandi Tanja Ýr Cosmetics sem framleiðir meðal annars gerviaugnhár. Tanja ferðast mikið um heiminn og sýnir fylgjendum sínum frá ferðalögum sínum. Einnig gefur hún fylgjendum sínum góð ráð um tísku, förðun og húðumhirðu.

skjáskot/Instagram

Camyklikk

Camilla Rut leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með hennar lífi þar sem að hún talar um tísku, heimilið og móðurhlutverkið en hún ásamt eiginmanni sínum á tveggja ára son. Camilla er mjög jákvæð á Snapchat, með mikinn húmor og alltaf í góðu skapi. Alla daga byrjar hún að draga frá gluggatjöldin heima hjá sér og dansa við Tinu Turner. Fylgjendur hennar fá oft að heyra alls kyns hvatningarræður frá henni þar sem hún hvetur fólk að vera jákvætt og hamingjusamt.  

skjáskot/Instagram


Binniglee

Brynjar Steinn fjallar um allt á milli himins og jarðar á Snapchat-reikningi sínum en hann er sérlega áhugasamur um tísku og förðun. Brynjar sýnir fylgjendum sínum hvernig hann farðar sig og hvaða vörur honum finnst best að nota. Hann notar einnig mikinn húmor á samfélagsmiðlinum og fólki þykir hann mjög fyndinn og skemmtilegur snappari.

skjáskot/Instagram

Solrundiego

Sólrún Diego gefur fylgjendum sínum að mestu leyti ráð og skemmtilegar lausnir í þrifum á heimilinu, fötum og bílum. Í hverri viku sýnir hún svo frá því hvernig hún þrífur alla íbúðina sína og hvað hún notar til að þrífa hvað. Sólrún sýnir líka frá vikulegum innkaupum sínum í Bónus og deilir uppskriftum af öllu sem hún eldar.

skjáskot/Instagram

Sonjastory

Sonja Valdin, einn af liðsmönnum Áttunnar, heldur úti mjög vinsælum Snapchat-aðgangi þar sem að hún sýnir frá sínu daglega lífi á léttan og skemmtilegan hátt. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Sonju þar sem að hún talar meðal annars um störf sín með Áttunni og lífið almennt.  

skjáskot/Instagram

Gveiga85

Guðrún Veiga er mikill heimspekingur á Snapchat þar sem að hún spjallar við fylgjendur sína um lífið og tilveruna. Hún er mjög heiðarleg á Snapchat þar sem að hún sýnir lífið bara alveg eins og það er og er alltaf stutt í húmorinn. Hún er þekkt fyrir að koma fylgjendum sínum í gott skap þar sem hún finnur alltaf jákvæðar hliðar á öllu.   

skjáskot/Instagram

Katrinedda1

Katrín Edda er orku- og vélaverkfræðingur sem býr í Þýskalandi og er mjög dugleg að sýna fylgjendum sínum frá lífi sínu. Katrín sýnir allt á milli himins og jarðar en það sem er mest áberandi við Snapchat-aðgang hennar er hvað henni finnst gaman að borða mikið af súkkulaði. Katrín er alltaf jákvæð og grínast mikið með fylgjendum sínum.

skjáskot/Instagram

Tinnabk

Tinna Björk Kristinsdóttir sér húmor í öllu og leikur sér að því að skemmta fylgjendum sínum með skemmtilegu gríni. Tinna bregður sér oft í mismunandi og fjölbreytta karaktera á Snapchat sem fylgjendum hennar þykir mjög fyndið.

skjáskot/Instagram

Goisportrond

Ingólfur Grétarsson er einnig mikill húmoristi en hann og Tinna Björk eru kærustupar þar sem þau grínast mikið saman á Snapchat. Fylgjendum Ingólfs þykir hann stórfyndinn og elska að fylgjast með honum í daglegu lífi.

skjáskot/Instagram

Tryggvu

Tryggvi Freyr Torfason er nýjasti snapparinn á listanum en hann hefur slegið í gegn upp á síðkastið með eftirhermum sínum af íslenskum snöppurum. Tryggvi er menntaður leikari og er mjög hæfileikaríkur að herma eftir fólki á stórhlægilegan hátt.

skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál