Rifist um Ungfrú Ísland á Beauty tips

Margir hafa skoðanir á fegurðarsamkeppnum eins og Ungfrú Ísland.
Margir hafa skoðanir á fegurðarsamkeppnum eins og Ungfrú Ísland. mbl/Freyja Gylfa

Mikil umræða hefur skapast í Facebook-hópnum Beauty tips eftir að einn félagi hópsins spurði hvað fólki fyndist almennt um fegurðarsamkeppnir á Íslandi. 

Hópurinn er með um 35.000 félaga og hafa nú yfir 80 manns skrifað athugarsemd við spurninguna en Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, hefur meðal annars sagt sína skoðun ásamt miss people's choice Donna Cruz og margar af núverandi keppendum Ungfrú Ísland.

 Fyrstu athugasemdirnar voru flestar á móti fegurðarsamkeppnum.


En þegar talið barst að reglunni um að konur megi ekki keppa eftir barnsburð fór að hitna í kolunum.

Arna Ýr, Ungfrú Ísland 2015, sagði þessa reglu vera vegna þess að sigurvegarar keppninnar þurfi að geta ferðast um heiminn í heilt ár en að hennar mati geti konur ekki farið í burtu frá börnum sínum í svo langan tíma. Margir voru ósammála þessu.

Það myndaðist mikil umræða í kringum það hvort fólki fyndist konur mættu yfirgefa börn sín í smá tíma eða ekki eftir þessu ummæli. Í lokin baðst Arna afsökunar á ummælunum þar sem hún sagðist hafa skrifað þetta í flýti.

Annar félagi Beauty tips ásakaði síðan núverandi Ungfrú Ísland, Önnu Láru, um að stunda einelti þar sem hún átti að hafa baktalað keppendur og sleppt því að bjóða nokkrum stelpum í Halloween-veislu. Hún sagði einnig að Anna Lára hafi næstum verið rekin úr Ungfrú Ísland vegna þessa. 

Margir voru fljótir að verja Önnu, þar á meðal Donna Cruz sem var valin miss people's choice í Ungfrú Ísland í fyrra. Donna sagðist hafa haldið Halloween-veisluna en ekki Anna og Donna hafi ákveðið að bjóða sumum stelpum ekki vegna ýmissa ástæðna. 

Margir núverandi og fyrrverandi keppendur í fegurðarsamkeppnum á Íslandi komu keppninni til varnar og skrifuðu jákvæð ummæli um fegurðarsamkeppnir. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál