Með 15,7 þúsund fylgjendur á Instagram

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. mbl.is/Ófeigur

Sunneva Eir Einarsdóttir samfélagsmiðlastjóri hjá umboðsskrifstofunni Eylenda er með 15,7 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún er 21 árs en hún ákvað að taka sér ársfrí frá námi eftir að hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund í fyrra. Auk þess er Sunneva Eir að vinna í allskonar verkefnum. 

Þegar ég spyr Sunnevu Eir hvenær Instgram-reikningur hennar varð svona vinsæll segist hún strax hafa fengið góð viðbrögð á miðlinum. 

„Ég hef alltaf verið mjög virk á Instagram frá því að ég byrjaði árið 2012 og hef síðan þá verið dugleg að pósta myndum úr daglega lífinu. Instagramið mitt hefur stækkað mikið á sama tíma og þessi miðill hefur orðið vinsælli. Ég byrjaði að taka eftir að fylgjendum fjölgaði frekar hratt í fyrra og flæðið á síðunni er búið að verða meira og meira seinasta árið,“ segir hún.

Hvernig pródúserar þú lífið á Instagram?

„Ég reyni bara að sýna frá daglega lífi mínu. Það sem mér finnst skemmtilegast að deila með mínum fylgjendum eru fallegar staðsetningar, flott föt og allskonar hluti sem ég hef mikinn áhuga á. Ég myndi segja að undirstaðan á mínu Instagrammi sé tíska, make-up, fallegt umhverfi og heilsa.“

Sunneva Eir Einarsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir. mbl.is/Ófeigur

Hvað gefur það þér að fá „Like“ á myndirnar þínar?

„Það er alltaf skemmtilegt að sjá að fólk hafi áhuga á því sem maður er að gera,“ segir hún.

Sunneva Eir er í toppformi. Þegar hún er spurð að því hvernig hún fari að því segist hún lifa heilsusamlegu lífi. 

„Ég hef lengi vel haft mikinn áhuga á heilbrigðum lífstíl og hreyfingu. Ég reyni að hreyfa mig alveg fimm til sex sinnum í viku og borða oftast í hollari kantinum. Ég stunda reglulega líkamsrækt, fer á námskeið í allskonar hreyfingu og finnst gaman að prufa eitthvað nýtt.“

Hvað ertu að borða á venjulegum degi?

„Ég er með frekar óreglulegt mataræði en það er eitt sem klikkar aldrei og það er hafragrautur á morgnana og vinsæla flatkökuuppskriftin mín sem fékk nokkur hundruð screenshot á snapchatinu mínu í hádeginu. Ég drekk líka furðulega mikið vatn,“ segir hún. 

Sunneva Eir er nýkomin heim frá Balí þar sem hún dvaldi ásamt vinkonu sinni. 

„Ég ákvað að skella mér með bestu vinkonu minni í smá frí og það fór úr því að vera vikuferð til Alicante í litla Indónesíureisu. Við byrjuðum ferðina á surfskóla, lærðum að surfa við mismundandi strendur Indónesíu sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Svo tókum við 10 daga að ferðast á milli staða á Bali eins og Kuta, Ubud og Gili Trawangan. Balí kom mér skemmtilega á óvart og ég myndi vilja fara aftur einn daginn.“

Varstu lengi?

„Nei, alltof stutt! Ég var í sirka 18 daga á Bali og tók tveggja daga stopp í Dubai sem ég féll gjörsamlega fyrir. Það hefði gjarnan vilja lengja svona ferð og njóta hverrar heimsóknar lengur og upplifa meira.“

Hvað er heillandi við Balí?

„Náttúran og fólkið. Allt við náttúruna er ótrúlega fallegt, fyrir utan hvað það eru sjúklega mikið af skordýrum og flugum sem fannst ég alveg einstaklega girnileg. Svo er það líka hvað fólkið þarna er almennilegt,allir mjög hjálpsamir og indælir.“

Hvað gerir þig hamingjusama? „Góður matur og allir hundarnir mínir sem eru alltaf glaðir að sjá mig, sama hvað.“

Find me under the palms 🌴#gilitrawangan

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🌸 (@sunnevaeinarsd) on Jun 16, 2017 at 7:20am PDT

mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál