Sonurinn fæddist korteri fyrir sýningu

Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman.
Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Litlu munaði að Arnmundur Ernst Backman kæmist ekki á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi því hann var staddur uppi á fæðingardeild ásamt unnustu sunni, Ellen Margréti Bæhrenz dansara, þar sem hún var að fæða frumburð þeirra. 

Sýningar á Húsinu, sem Arnmundur leikur í þessa dagana, hefjast klukkan 19.30 en korteri áður kom lítill drengur í heiminn. Leikarar sýningarinnar voru orðnir meira en órólegir hvort Arnmundur mundi mæta þegar hann birtist á tilsettum tíma. 

Tímasetningar skipta miklu máli í starfi leikara og því ljóst að sonurinn nýfæddi er með þær á hreinu. Hann mætti í heiminn í tæka tíð svo pabbi hans gæti stigið á svið á réttum tíma. 

Armundur er að slá í gegn þessa dagana en hann er að leika í bresku þáttunum Shetlands. Það mæðir því mikið á honum en eitt er þó víst að hann er að ganga inn í stærsta hlutverk lífs síns, sem er föðurhlutverkið. 

Smartland óskar Arnmundi og Ellen til hamingju með frumburðinn. 

Arnmundur Ernst Backman rétt komst á svið eftir að frumburður …
Arnmundur Ernst Backman rétt komst á svið eftir að frumburður hans og Ellenar Margrétar Bæhrez kom í heiminn. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál