Hleypur til þess að slaka á

Er kominn í sumargírinn.
Er kominn í sumargírinn. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að Páll Óskar Hjálmtýsson sé kominn í sumargírinn segist hann ekki komast í neitt sumarfrí í sumar enda er hann á fullu að undirbúa tvenna stórtónleika sem fram fara í Laugardalshöll 16. september. 

„Ég er svo heppinn að búa nálægt Ægisíðunni þannig að ef ég næ að búa til einn, kannski tvo klukkutíma hleyp ég út með flotta tónlist í eyrunum,“ segir Páll Óskar, spurður um hvað hann geri á blíðviðrisdegi á sumrin. Fyrir honum eru hlaupin eins og góð slökun. 

Páll Óskar segist ætla að reyna að komast í smá sumarfrí eftir tónleikana í september en hvert skal halda er enn óráðið.

Dagskráin hjá stuðboltanum verður stíf í sumar og á milli æfinga fyrir tónleikana nær hann að halda Eurovison-ball á Spot og koma fram á nokkrum bæjarhátíðum eins og á Kótelettunni á Selfossi, Lopapeysunni á Akranesi og Húnavöku á Blönduósi. 

Páll Óskar ætlar að reyna að nýta góða veðrið í …
Páll Óskar ætlar að reyna að nýta góða veðrið í sumar og hlaupa á Ægisíðunni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál