Meyjan: Orð þín eru rétt

Elsku Meyjan mín, þú ert svo blíð og hefur svo fallegar hugsanir. Og það er staðreynd að þú ert það sem þú hugsar. Ef þú hugsar bjart þá líður þér vel, ef þú hugsar svart ertu í svörtu orkunni. Það er þitt að taka ákvörðun um hvað þú hugsar, því þú ert svo sterkt í hugsanaorkunni.

Rökvísi er líka einkunnarorð þitt, og hvort sem þú ætlar að halda ræðu eða að tala við vin, þá raðast réttu orðin til þín. Það er svo sterkt í þér að vilja vera fullkomin og kröfurnar sem þú gerir til þín eru allt of miklar. Svo hugsaðu betur að ef þú værir dóttir þín, eða sonur eða einhver sem þú elskar, hvort þú myndir gera sömu kröfur til þeirra.

Þú átt auðvelt með að greina hvað fólk ætlar sér, hvort sem það er í góðum eða illum tilgangi. Og með þinni skapmiklu hógværð vísarðu þeim á bug sem eru í vegi fyrir þinni leið. Og að því sögðu vil ég segja að þó þú fáir öðru hverju móral eða byrjir að vorkennna einhverjum, þá er það rökvilla. Því að orðin þín eru rétt og þú munt geta fært þig til á þann stað sem þú vilt í þessu lífi.

Þú ert heilandi andleg persóna og getur hjálpað bæði mönnum og dýrum. Vegna þess að orka þín er með einhvers konar lækningakraft sem nýtist bæði þér og þínum. Þegar þú hugsar að þú hafir mikla útgeislun kemur hún til þín eins og veifað sé hendi og þegar þú gerir þetta ertu alls staðar velkomin.

Þú munt vekja áhuga fólks á litlum hlutum, eins og til dæmis blómarækt, dansi eða einhverju sem þú hefur sjálf áhuga á, því það eru svo margir sem vilja líkjast þér. Þú sleppir því alveg að vera í rifrildi eða öðrum stælum. Því þú veist að það er ekki vegurinn sem þú vilt fara og allt þannig vesen virkjar orkuna niður á við. Í ástinni er faðmur þinn opinn, en kröfur gerðar. Ef þú ert á lausu og langar til að auðga líf þitt með ástinni, skaltu skrifa niður það sem þú vilt að prýði kærastann eða kærustuna, svo leyfirðu lífinu að leysa það fyrir þig.

Rómantíkin er allt í kringum þig. Meira að segja ertu búin að skreyta heimili þitt þannig og fá þér föt sem útskýra enn betur karakter þinn. En ef þú nennir ekki að hleypa annarri manneskju nálægt tilfinningum þínum, skiptir það engu máli, þú þarft að taka ákvörðun um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál