Hrúturinn: Tækifærin blasa við

Elsku Hrúturinn minn, þú sterka og skoðanamikla alheimsafl sem ýtir svo sannarlega við okkur hinum þegar þess þarf. Það er svo margt og mikið búið að takast í sumar, en þér finnst það alls ekki nóg. Þú verður að vita að sú setning sem Alda Karen lífskúnstner sagði, „þú ert nóg“, er eitthvað sem þú þarft að tileinka þér núna.

Þú ert á miklu betri stað en þú varst fyrir tveimur árum. Tækifærin í svo mörgu blasa við þér og þú átt eftir að stökkva á það hárrétta. Til þess að þú finnir hversu mikið upphaf er að bjóðast þér er það líka alveg staðreynd að það eru viss endalok sem fylgja upphafinu. Það verða ekki allir sáttir við þig, en það mun ekki hrófla við neinu hjá þér, né hafa tilætluð áhrif.

Útkomuna færðu ekki fyrr en ágústmánuður er á enda og þegar þú tekur ákvörðun verður ekki aftur snúið. Þú ert búinn að gera allt sem þú getur í því þema sem þú hefur verið í, svo núna eru að koma atburðir sem verða þér í hag. Byrjaðu daginn með lofi og hrósi og vektu frekar athygli á því sem er að hjá þér sjálfum í stað þess að gagnrýna aðra.
Þegar þú gerir þetta verðurðu alls staðar boðinn velkominn. Þú vekur áhuga fólks án þess að lyfta fingri og gerir aðra hissa, því einhvern veginn bjóst enginn við þessum breytingum frá þér.

Það kemst meiri hreyfing á hlutina eftir þann 8. ágúst og í kringum þann 22. ágúst sérðu veruleikann betur. Peningar munu koma og fara á þessu tímabili, en veraldlegt gengi verður betra eftir því sem líður á veturinn, og að þú getir þetta, er það eina sem þú þarft að vita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál